Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 413. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 740  —  413. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar um fjármál hins opinbera.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvernig hafa eftirfarandi þættir í fjármálum hins opinbera þróast á tímabilinu 1991– 2003, sundurliðað eftir árum:
     a.      áætluð útgjöld ríkisins í samþykktum fjárlögum,
     b.      upphæð samþykktra fjáraukalaga,
     c.      niðurstöðutala ríkisreiknings,
     d.      áætlaðar tekjur ríkisins í samþykktum fjárlögum,
     e.      andvirði seldra ríkiseigna,
     f.      útgjöld ríkisins sem hlutfall af vergri landsframleiðslu,
     g.      útgjöld hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu,
     h.      afkoma ríkissjóðs?

    Meðfylgjandi tafla er unnin úr þingskjölum, ríkisreikningi og af vef Hagstofu Íslands. Vakin er athygli á að tölur um útgjöld ríkisins í fjárlögum og fjáraukalögum sem og tölur um tekjur ríkissjóðs samkvæmt fjárlögum voru á greiðslugrunni árin 1991–1997, en á rekstrargrunni 1998–2003, auk þess sem framsetningu ríkisfjármála var breytt í veigamiklum atriðum frá og með árinu 1998. Framsetningu ríkisreiknings var einnig breytt frá og með árinu 1998. Upplýsingar um andvirði seldra ríkiseigna sýna tekjufært andvirði vegna sölu fasteigna, jarða og lóða auk eignarhluta í fyrirtækjum. Upplýsingar um útgjöld ríkissjóðs sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, sem og útgjöld hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga sem hlutfall af vergri landsframleiðslu eru samkvæmt samræmdri framsetningu þjóðhagsreikningsuppgjörs. Þjóðhagsuppgjör er talsvert ólíkt uppgjöri ríkissjóðs samkvæmt ríkisreikningi og fjárlögum og munar þar mest um að tekjur af eignasölu hafa ekki áhrif á tekjuafgang og í stað þess að gjaldfæra fjárfestingu er hún eignfærð og afskrifuð, þá eru lífeyrisskuldbindingar færðar með öðrum hætti. Athygli er vakin á því að samanburður á fjárlögum og fjáraukalögum annars vegar og ríkisreikningi hins vegar er varasamur þar sem talsvert hefur verið fært til gjalda í ríkisreikningi undanfarin ár vegna afskrifta skattkrafna, auk þess sem gjaldfærðar lífeyrisskuldbindingar hafa sveiflast mjög á milli ára.
Útgjöld ríkissjóðs skv. fjárlögum Útgjöld ríkissjóðs skv. fjáraukalögum Útgjöld ríkissjóðs skv. ríkisreikningi hvers árs Tekjur ríkissjóðs skv. fjárlögum
hvers árs
Tekjufært andvirði seldra ríkiseigna skv. ríkisreikningi Útgjöld hins opinbera,
ríkis og sveitarfélaga sem hlutfall af landsframleiðslu*
Tekjuafgangur ríkissjóðs í millj. kr. sem hlutfall af landsframleiðslu
Opinbera Ríkið Sveitar- félög Tekju- afgangur Hlutfall
af VLF
1991 105.767,4 6.483,0 112.487,0 101.698,0 382,9 39,9 32,7 7,7 –11.187 –2,8
1992 109.574,7 3.524,0 110.607,0 105.463,0 333,0 40,4 32,7 8,3 –9.563 –2,4
1993 111.015,0 4.647,0 112.863,0 104.771,0 50,0 40,3 32,1 8,6 –13.781 –3,3
1994 113.781,6 6.024,0 116.896,0 104.146,0 139,0 39,9 31,5 8,8 –13.440 –3,1
1995 119.528,3 5.909,0 123.344,0 112.092,0 155,0 39,1 31,6 8,0 –11.560 –2,6
1996 124.816,1 16.355,0 139.730,0 120.865,0 253,0 38,5 31,3 8,3 –7.339 –1,5
1997 126.099,7 7.530,0 130.753,0 126.224,0 631,0 37,9 28,9 10,0 2.748 0,5
1998 165.677,3 14.716,0 189.636,0 165.810,0 2.741,0 38,3 28,9 10,3 6.152 1,1
1999 182.375,9 10.463,9 199.002,0 184.817,0 11.140,0 39,4 30,1 10,5 15.595 2,6
2000 193.158,7 8.240,7 229.001,0 209.900,0 635,0 39,1 29,5 10,7 16.948 2,6
2001 219.164,4 14.957,1 228.713,0 253.063,1 1.065,0 40,2 29,9 11,4 4.557 0,6
2002 239.370,4 11.920,5 267.332,0 257.900,0 11.722,0 42,1 30,8 12,0 –3.467 –0,4
2003 260.142,1 17.279,9 271.600,0

*Heimild: Hagstofan