Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 346. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 747  —  346. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Jóhanns Ársælssonar um ferðapunkta.

     1.      Hvert var verðmæti ferðapunkta sem flugfélög veittu einstaklingum fyrir ferðir á vegum ríkissjóðs árið 2002?
     2.      Hvert var verðmæti ferðapunkta einstaklinga í þeim tíu stofnunum sem flesta punkta fengu fyrir ferðir á vegum ríkissjóðs árið 2002?
     3.      Hvert var verðmæti ferðapunkta þeirra tuttugu einstaklinga sem flesta punkta fengu árið 2002, sundurliðað eftir einstaklingum og stofnunum? Mannanafna er ekki óskað.


    Fjármálaráðuneytið býr ekki yfir þeim upplýsingum sem óskað er eftir í fyrirspurninni né hefur slíkar upplýsingar á sínu forræði. Þar sem Flugleiðir hafa stærstu markaðshlutdeildina í ferðum sem þessum var talið að fyrirspurninni yrði ekki svarað með fullnægjandi hætti án þess að afla upplýsinga hjá félaginu. Fjármálaráðuneytið fór formlega fram á það við félagið að veittar yrðu umbeðnar upplýsingar að því er varðar ferðir einstaklinga á vegum ríkisins með því. Þar eð ráðuneytið ræður ekki yfir öðrum upplýsingum um efni fyrirspurnarinnar en fram koma í svari Flugleiða við beiðninni þykir rétt að birta það í heild sinni sem fylgiskjal með svari þessu.





Fylgiskjal.

Bréf Flugleiða til fjármálaráðuneytis.


(4. desember 2003.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Virðingarfyllst,


Már Gunnarsson, forstöðumaður lögfræðideildar.