Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 498. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 770  —  498. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um hugbúnaðarkerfi ríkisins.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hvernig skiptist rekstrar- og stofnkostnaður í kostnaðaráætlun þeirra sem ráðuneytið samdi við vegna nýs hugbúnaðarkerfis (ORACLE) hjá ríkinu, sundurliðaður eftir helstu kostnaðarþáttum, og hvernig hefur áætlunin staðist?
     2.      Hver er áætlaður heildarkostnaður nú og hvenær er gert ráð fyrir verklokum? Ef heildarkostnaður hefur aukist frá upphaflegri kostnaðaráætlun er óskað eftir skýringum á frávikunum.
     3.      Var gerð þarfagreining í upphafi, hverjir gerðu hana og hver var helsta niðurstaða hennar?
     4.      Hvernig var staðið að útboði og var lægsta tilboði tekið?
     5.      Var fjárfesting í nýju hugbúnaðarkerfi nauðsynleg að mati stjórnvalda annars vegar og ríkisreikningsnefndar hins vegar? Var kannað hvort hagkvæmara hefði verið að breyta og aðlaga eldra kerfi þörfum ríkisins og liggur fyrir kostnaðarmat á þeirri leið?
     6.      Telur ráðherra rétt að Ríkisendurskoðun geri úttekt á því hvernig staðið hefur verið að þessari framkvæmd og mun hann beita sér fyrir slíkri úttekt?


Skriflegt svar óskast.