Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 534. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 809  —  534. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um viðmiðunarreglur menntamálaráðuneytisins (normtölur) fyrir byggingar framhaldsskóla.

Frá Kristjáni L. Möller.



     1.      Hvenær voru viðmiðunarreglur (normkostnaður) ráðuneytisins fyrir byggingar framhaldsskóla fyrst settar og hvað lá að baki þeim?
     2.      Hvernig voru þessar normtölur í upphafi?
     3.      Hvernig og á hvaða árum hafa þær breyst?
     4.      Hverjar hafa leiðréttingarnar verið, skipt eftir árum?
     5.      Hvernig er normtala á fermetra skólahúsnæðis samsett eftir einstökum verkhlutum:
               a.      við upphafsár,
               b.      við leiðréttingar,
               c.      í árslok 2003?
     6.      Hver hefur þróun normtölunnar verið frá upphafi miðað við byggingarvísitölu?


Skriflegt svar óskast.