Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 541. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 816  —  541. mál.




Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um útflutningsmarkaði fyrir íslenskt dilkakjöt.

Frá Guðmundi Hallvarðssyni.



     1.      Hverjir voru helstu útflutningsmarkaðir fyrir íslenskt dilkakjöt sl. fimm ár? Hve mikið magn fór árlega á hvern stað?
     2.      Hvert var cif-verð á hverjum markaði hvert ár (sl. fimm ár) miðað við verð á heilum skrokkum?
     3.      Hver er slátur-, vinnslu- og flutningskostnaður á hvert kíló á hverjum markaði hvert ár (sl. fimm ár)?
     4.      Hvert var skilaverð til bænda (cif-verð að frádregnum slátur-, vinnslu- og flutningskostnaði) á hverjum markaði sl. fimm ár?
     5.      Hver er markaðs-, sölu- og kynningarkostnaður á hverjum markaði ár hvert sl. fimm ár og hvernig skiptist hann á milli:
                  a.      Framleiðnisjóðs landbúnaðarins,
                  b.      framkvæmdanefndar búvörusamnings,
                  c.      Bændasamtakanna,
                  d.      annarra, og þá hverra?
     6.      Hver er annar kostnaður og hve mikill er hann sl. fimm ár vegna stuðnings við útflutning dilkakjöts, t.d. kostnaður innan lands?
     7.      Liggur fyrir kostnaður einstakra fyrirtækja sem hafa annast útflutning dilkakjöts sl. fimm ár? Ef svo er, hver var kostnaður þeirra sl. fimm ár?


Skriflegt svar óskast.