Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 547. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 825  —  547. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.

Frá Önnu Kristínu Gunnarsdóttur.



     1.      Hvað eru margir á biðlista eftir greiningu hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, skipt eftir aldri og búsetu?
     2.      Hver hefur þróun biðlistans verið frá árinu 2000?
     3.      Hvaða þýðingu hefur greining fyrir rétt viðkomandi einstaklings og fjölskyldu hans á þjónustu frá
                  a.      ríki,
                  b.      viðkomandi sveitarfélagi?
     4.      Hvaða reglur gilda um forgangsröðun greiningar?


Skriflegt svar óskast.