Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 556. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 835  —  556. mál.




Fyrirspurn



til ráðherra Hagstofu Íslands um skráningu nafna í þjóðskrá.

Frá Katrínu Júlíusdóttur.



     1.      Stendur til að breyta skráningu nafna í þjóðskrá þannig að allir geti skráð fullt nafn sitt án þeirra takmarkana sem eru nú á heildarlengd nafna?
     2.      Hefur kostnaður við slíka breytingu á skráningu verið kannaður og ef svo er, hversu mikill yrði hann?
     3.      Hefur verið kannað hversu langan tíma tæki að gera slíka breytingu?
     4.      Hversu margir einstaklingar hafa ekki fengið fullt nafn skráð í þjóðskrá?


























Prentað upp.