Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 615. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 923  —  615. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um þverfaglegt endurhæfingarráð.

Frá Þuríði Backman.



     1.      Hefur ráðherra skipað þverfaglegt endurhæfingarráð sem ákveðið var að koma á fót eins og fram kemur í heilbrigðisáætlun?
     2.      Mun ráðherra fresta breytingum á hæfingar- og endurhæfingarþjónustu LSH þar til heildstætt þverfaglegt mat hefur farið fram á þjónustuþörf þeirra einstaklinga sem nú vistast í Arnarholti og Kópavogi, og mun endurhæfingarráð koma að því mati?