Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 515. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 978  —  515. mál.




Svar



viðskiptaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um afskriftir viðskiptabankanna.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hve miklar voru afskriftir viðskiptabanka hér á landi samanborið við afskriftir norrænna banka á árunum 1999–2003?
     2.      Hvað má ætla að vaxtamunur inn- og útlána gæti minnkað mikið ef afskriftir hér á landi væru sambærilegar við það sem gerist annars staðar á Norðurlöndum að meðaltali?


    Óskað var eftir svörum við fyrirspurninni frá Fjármálaeftirlitin, svör þess fara hér á eftir.
    Eftirfarandi samantekt er byggð á skýrslum Fjármálaeftirlitsins og fjármálaeftirlitanna í Noregi og Danmörku og skýrslu OECD um afkomu og efnahag banka hvað varðar talnaefni frá Finnlandi og Svíþjóð. Tekið skal fram að nýjustu tölur í fyrirliggjandi talnaefni eru frá árinu 2002 og frá árinu 2001 í sumum tilvikum.
    Í töflu 1 hér á eftir eru sýnd hlutföll framlaga í afskriftareikning hjá viðskiptabönkum í fjórum landanna en banka og sparisjóða í Danmörku. Þar kemur fram að meðaltalsafskriftahlutfall, þe. hlutfall af meðalstöðu efnahagsreiknings, fyrir viðskiptabanka hér á landi árin 1999–2002 var 0,64%. Sambærilegar tölur annars staðar á Norðurlöndum að meðaltali fyrir árin 1999–2001 sýna mun lægri afskriftahlutföll en hér á landi eða 0,15% í Noregi, 0,21% í Danmörku og innan við 0,1% fyrir Finnland og Svíþjóð. Eins og sést í töflu 1 vega stærstu bankar í hverju landi mjög þungt í framangreindum hlutfallstölum. Stærstu bankarnir annars staðar á Norðurlöndum eru að meðaltali 5–20 sinnum stærri en viðskiptabankar hér á landi miðað við heildareignir og er samanburður milli Íslands og annarra landa þar af leiðandi erfiðleikum bundinn. Í samanburði við önnur lönd verður enn fremur að hafa í huga að fasteignaveðlán kunna að vega mismunandi þungt í útlánum en þeim fylgja yfirleitt mun lægri afskriftaframlög vegna útlánatapa.
    Í töflu 1 hefur verið reynt að draga fram þann hluta norrænna innlánsstofnana sem telja má að sé sambærilegur með hliðsjón af meðalstærð viðskiptabanka hér á landi. Í ljós kemur að afskriftahlutfall viðskiptabanka hér á landi var að meðaltali 0,64% á tímabilinu 1999– 2002 en rúmlega 1% hjá viðskiptabönkum öðrum en þremur stærstu í Noregi (2001–2002) og 0,51% hjá innlánsstofnunum í hópi 2 í Danmörku 2000–2002). Afskriftahlutfall viðkomandi banka í Noregi var óvenjuhátt fyrir árið 2002. Sé eingöngu horft á hlutfall þessara norsku banka fyrir árið 2001 er það 0,7%. Fyrirliggjandi tölur frá Finnlandi og Svíþjóð eru ekki sambærilegar hvað varðar meðlastærð banka. Þessi samanburður, svo langt sem hann nær, sýnir að afskriftahlutföll viðskiptabanka hér á landi eru ekki verulega frábrugðin því sem tíðkast hjá bönkum af sambærilegri stærð annars staðar á Norðurlöndum. Hafa verður í huga að mismunandi samsetning eigna, t.d. vegna fasteignaveðlána með lág afskriftahlutföll, kann að skekkja þennan samanburð.

Tafla 1. Framlög í afskriftareikning í hlutfalli af meðalstöðu efnahagsreiknings.







1999




2000




2001




2002



Fjöldi
í árslok
Meðalstaða
efnahags banka í lok síðasta árs
ma. ísl. kr.


Meðalafskriftahlutfall


Árafjöldi í
meðaltali
Ísland
Viðskiptabankar 0,56% 0,50% 0,71% 0,78% 5 214 0,64% 4
Noregur
Stærstu viðskiptabankar (3) 0,16% 0,28% 3 3.000 0,22% 2
Aðrir viðskiptabankar (13) * 0,70% 1,33% 13 140 1,02% 2
Viðskiptabankar 0,03% 0,12% 0,30% 0,15% 3
* Í skýrslu frá Kredittilsynet kemur fram að árið 2002 hafi verið óvenjulegt vegna útlánataps sem tengdist Finance Credit.
Danmörk
Innlánsstofnanir, hópur 1
(> 250 ma. ísl. kr.)

0,12%

0,21%

0,13%

5

4.600

0,15%

3
Innlánsstofnanir, hópur 2 (30–250 ma. ísl. kr.)
0,40%

0,57%

0,56%

17

157

0,51%

3
Innlánsstofnanir samtals 0,17% 0,18% 0,29% 0,21% 3
Finnland
Viðskiptabankar -0,02% 0,04% 0,01% 9 1.088 0,01% 3
Svíþjóð
Viðskiptabankar -0,02% 0,04% 0,01% 27 1.031 0,01% 3

    Í töflu 2 er sýnt yfirlit yfir vaxtatekjur og vaxtagjöld hjá viðskiptabönkum hér á landi árið 2002 og áhrif mismunandi forsendna fyrir breytingum á afskriftaframlögum á vaxtatekjur, vaxtagjöld og hreinar vaxtatekjur, að öðru óbreyttu. Sérstaklega eru sýnd möguleg áhrif á vaxtatekjur af útlánum og vaxtagjöld af innlánum. Ekki er lagt mat á hvað séu eðlilegar forsendur varðandi afskriftaframlög í samanburði við önnur norræn lönd.

Tafla 2     . Yfirlit yfir vaxtatekjur og vaxtagjöld hjá viðskiptabönkum
og sparisjóðum og áhrif mismunandi breytinga á framlögum
í afskriftareikning á vaxtaliði að öðru óbreyttu.







Viðskiptabankar


2002 Hlutfall af meðalst. efnahagsreikn.



2002
Fjárhæðir
m. kr.


2002
Þ.a. v/útlána/
innlána
m. kr.
Breyting
á framlagi
í afskrr. um
10%
m. kr.
Hlutfall
af vaxtat.,
vaxtagj. og vaxtamun


Hlutfall
af vaxtat./ vaxtagj.
útlána og innlána
Breyting
á framlagi
í afskrr. um
20%
m. kr.
Hlutfall
af vaxtat.,
vaxtagj. og
vaxtamun
Hlutfall
af vaxtat./ vaxtagj. útlána og innlána
Vaxtatekjur      7,34% 75.548 58.224 805 1,1% 1,4% 1.609,1 2,1% 2,8%
Vaxtagjöld      4,92% 50.618 18.383 805 1,6% 4,4% 1.609,1 3,2% 8,8%
Hreinar vaxtatekjur 2,42% 24.930 805 3,2% 1.609,1 6,5%
Framlög í afskriftareikning
0,78%

8.046

805

1.609,1