Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 676. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1005  —  676. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um gjaldþrotabeiðnir.

Frá Jóni Gunnarssyni.



     1.      Í hve mörgum tilfellum hefur ríkissjóður sett fram beiðni um gjaldþrot á hendur einstaklingum á árunum 1993–2003, hve oft hefur málið endað með gjaldþroti viðkomandi, hve háar voru skuldirnar sem leiddu til gjaldþrotabeiðni og hver var útlagður kostnaður ríkisins vegna þessara gjaldþrotabeiðna? Hversu háar fjárhæðir fékk ríkissjóður greiddar út úr þeim þrotabúum sem um ræðir? Svar óskast sundurliðað eftir árum og innheimtuembættum ríkissjóðs.
     2.      Í hve mörgum tilfellum hefur ríkissjóður sett fram beiðni um gjaldþrot á hendur fyrirtækjum á árunum 1993–2003, hve oft hefur málið endað með gjaldþroti viðkomandi, hve háar voru skuldirnar sem leiddu til gjaldþrotabeiðni og hver var útlagður kostnaður ríkisins vegna þessara gjaldþrotabeiðna? Hversu háar fjárhæðir fékk ríkissjóður greiddar út úr þeim þrotabúum sem um ræðir? Svar óskast sundurliðað eftir árum og innheimtuembættum ríkissjóðs.


Skriflegt svar óskast.