Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 432. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1058  —  432. mál.




Skýrsla



dómsmálaráðherra um gerendur í kynferðisbrotamálum og meðferðarúrræði þeim til handa, samkvæmt beiðni.

(Lögð fyrir Alþingi á 130. löggjafarþingi 2003–2004.)



    Með beiðni (á þskj. 598) frá Guðrúnu Ögmundsdóttur og fleiri alþingismönnum er þess óskað að dómsmálaráðherra flytji Alþingi skýrslu um gerendur í kynferðisbrotamálum og meðferðarúrræði þeim til handa.
    Í þessari skýrslu verður gerð grein fyrir ýmsum tölulegum upplýsingum um gerendur og þolendur í kynferðisbrotamálum og meðferðarúrræðum sem standa gerendum til boða. Eingöngu verður fjallað um íslenskar tölfræðiupplýsingar og þau meðferðarúrræði sem standa til boða hér á landi.

1. Tölulegar upplýsingar um gerendur og þolendur í kynferðisbrotamálum.
    Á árunum 1999–2003 var 171 einstaklingur ákærður fyrir kynferðisbrot. 1 Hinir ákærðu voru allir karlkyns. Af þeim voru 119 sakfelldir með dómi, 15 hlutu sektarrefsingu samkvæmt viðurlagaákvörðun dómara, sbr. 124. gr. laga um meðferð opinberra mála, nr. 19/1991, og 37 voru sýknaðir. Samtals hlutu því 134 dóm eða undirgengust sektarrefsingu samkvæmt viðurlagaákvörðun dómara. 2
    Tafla með ítarlegum upplýsingum um fjölda kynferðisbrotamála árin 1999–2003 er í fylgiskjali.
    Aldur þeirra 134 sem hlutu dóm eða undirgengust sektarrefsingu samkvæmt viðurlagaákvörðun dómara á árunum 1999–2003 skiptist með eftirfarandi hætti: 3
Fæðingarár
geranda
Fjöldi Fæðingarár
geranda
Fjöldi Fæðingarár
geranda
Fjöldi Fæðingarár
geranda
Fjöldi
1924 1 1949 1 1964 4 1977 7
1920–1929 1 1940–1949 7 1965 5 1978 1
1930 2 1952 2 1967 1 1979 1
1931 1 1954 3 1968 11 1970–1979 33
1934 2 1955 2 1969 4 1980 5
1936 2 1956 2 1960–1969 41 1981 4
1937 1 1957 3 1970 1 1982 7
1930–1939 8 1959 5 1971 6 1983 6
1942 1 1950–1959 17 1972 5 1984 2
1943 1 1960 5 1973 4 1985 1
1944 1 1961 4 1974 1 1987 2
1946 2 1962 5 1975 2 1980–1989 27
1947 1 1963 2 1976 5 Samtals 134

    Skráðir brotaþolar í málum þeirra 134 sakborninga sem voru sakfelldir fyrir kynferðisbrot á árunum 1999–2003 voru samtals 162, þar af 151 kvenkyns og 11 karlkyns. 4 Í flestum málanna var einungis einn gerandi og einn þolandi. Í nokkrum málum voru þó þolendur fleiri en einn; í einu máli voru þeir 6, í öðru 5, í tveimur málum voru 4 þolendur, í tíu málum 3 þolendur og í níu málum 2 þolendur.
    Aldur þolenda kynferðisbrota á árunum 1999–2003 skiptist með eftirfarandi hætti:

Fæðingarár
þolenda
Fjöldi Fæðingarár
þolenda
Fjöldi Fæðingarár
þolenda
Fjöldi Fæðingarár
þolenda
Fjöldi
1943 1 1960–1969 4 1981 6 1991 7
1940–1949 1 1970 2 1982 12 1992 10
1953 1 1971 1 1983 18 1993 6
1954 1 1972 3 1984 10 1994 4
1955 1 1973 1 1985 5 1995 2
1958 3 1975 1 1986 9 1996 1
1959 1 1976 2 1987 5 1997 3
1950–1959 7 1977 2 1988 10 1998 1
1965 2 1979 2 1989 13 1990–1999 44
1966 1 1970–1979 14 1980–1989 92 Samtals 162
1968 1 1980 4 1990 10

    Af þeim 134 sakborningum sem sakfelldir voru á árunum 1999–2003 höfðu 11 verið ákærðir fyrir fleiri en eitt kynferðisbrot á því tímabili. Þá er vert að geta þess að í 23 málum höfðu þolendur verið fleiri en einn. Ekki liggja fyrir tölur um hversu margir sakborninganna höfðu verið dæmdir fyrir kynferðisbrot fyrir árið 1999.

2. Meðferðarúrræði fyrir þá sem dæmdir hafa verið fyrir kynferðisbrot.
    Dæmdum kynferðisbrotamönnum er boðið upp á einstaklingsmeðferð hjá sálfræðingi sem byggist á hugrænni atferlismeðferð og er nálgunin sniðin að þörfum hvers og eins. Meðferðin fer fram innan fangelsis á meðan afplánun fer fram. Þegar áhugi viðkomandi fanga er ekki til staðar er reynt að ýta undir áhuga hans til breytinga með hvatningarviðtali o.fl. Í meðferðinni er markmiðið annars vegar að beina kynferðislegum áhuga einstaklings á nýjar brautir og hins vegar að koma í veg fyrir ítrekun brota. Engin sérstök skilyrði eru sett fyrir því að komast í slíka meðferð. Engar tölulegar upplýsingar liggja fyrir um hversu margir einstaklingar hafi gengist undir slíka meðferð, né heldur hefur árangur slíkrar meðferðar verið metinn með skipulegum hætti.
    Öðru máli gegnir um gerendur sem ekki hafa náð 18 ára aldri. Ábyrgð á úrræðum fyrir unga gerendur er hjá barnaverndaryfirvöldum. Barnaverndarstofa býður upp á langtímameðferðarúrræði á meðferðarheimilum fyrir einstaklinga yngri en 18 ára sem beita aðra kynferðislegu ofbeldi. Þá er í undirbúningi hjá stofunni að koma á göngudeildarúrræði fyrir ungmenni sem beitt hafa aðra kynferðislegu ofbeldi. Barnaverndarstofa hefur gert samning við sálfræðing sem hefur sérmenntun á sviði greiningar og áhættumats um að gera ítarlega sálfræðilega greiningu á þeim sem verða uppvísir að alvarlegum kynferðisbrotum. Mikilvægt hefur verið talið að mat á börnum og unglingum sem fremja slíka verknaði sé vandað og ítarlegt svo unnt sé að finna úrræði eftir eðli vandans hverju sinni. Þá er sérfræðingurinn stofunni og starfsmönnum hennar til ráðgjafar vegna þeirra mála sem koma upp. Þess má geta að viðkomandi sérfræðingur tekur þátt í samstarfi ESSAY (European Society working with Sexually Abusive Youth) sem eru evrópsk samtök sérfræðinga sem vinna við að greina og meðhöndla ungmenni sem beitt hafa aðra kynferðislegu ofbeldi.
    Hvað varðar unga sakhæfa gerendur sem fremja kynferðisbrot er staðan sú að barnaverndaryfirvöld grípa inn í á fyrstu stigum þegar þeir hafa verið kærðir fyrir brot. Gerendurnir fá eins fljótt og kostur er viðeigandi meðferð og er hún oft enn yfirstandandi þegar málið fer fyrir dóm. Í mörgum þeirra tilvika hafa dómstólar kveðið upp skilorðsbundna dóma sem kveða nánar á um að viðkomandi ljúki þeirri meðferð sem hafin var.
    Almennt leggja fangelsismálayfirvöld meðferð til. Dómstólar hafa þó ákveðnar heimildir skv. VII. kafla almennra hegningarlaga til að dæma menn til hælisvistar en sjaldan reynir á þau úrræði.
    Dómstóll hefur heimild skv. 65. gr. almennra hegningarlaga til að kveða á um að menn sem ekki geta haft hemil á drykkjufýsn sinni skuli lagðir inn á viðeigandi hæli til lækningar. Úrræðið á ekki sérstaklega við um þá sem hafa framið kynferðisbrot en því hefur einu sinni verið beitt af Hæstarétti í máli sakbornings sem oft hafði gerst brotlegur við almenn hegningarlög undir áhrifum áfengis og ítrekað gerst sekur um kynferðisbrot, sbr. dóm Hæstaréttar 24. febrúar 1988 í máli nr. 348/1987. Í framhaldi af því máli tók dómsmálaráðuneytið ákvörðun um að dómfelldi sætti meðferð á hæli í Svíþjóð sem bauð upp á sérhæfða meðferð fyrir kynferðisbrotamenn.
    Í 62. gr. almennra hegningarlaga er heimild til að kveða í dómi á um að manni sem sýknaður hefur verið á grundvelli 15. gr. laganna eða honum ekki gerð refsing skv. 16. gr. verði komið fyrir á viðeigandi hæli ef aðrar vægari ráðstafanir koma ekki að notum. Í 2. mgr. 16. gr. er einnig að finna heimild til að vista á sérstakri stofnun þá sem hafa verið andlega miður sín, svo sem vegna vanþroska, hrörnunar, kynferðislegs misþroska eða annarrar truflunar, þegar þeir frömdu hina refsiverðu háttsemi. Það er þó áskilið í ákvæðinu að til að hægt sé að beita úrræðum þess verði slík stofnun að vera til. Slík stofnun er ekki til á Íslandi.
    Síðastliðin 15 ár, að minnsta kosti, hafa kynferðisbrotamenn ekki verið dæmdir í meðferð hér á landi, en stundum kemur fram í dómi það viðhorf dómara að hann mæli með meðferð. Kynferðisbrotamenn sem eru undir eftirliti hjá Fangelsismálastofnun eru oft hvattir til að leita sér hjálpar og stundum er þeim boðin aðstoð sálfræðinga stofnunarinnar. Það er forgangsverkefni hjá sálfræðingum Fangelsismálastofnunar að sinna kynferðisbrotamönnum.

Fylgiskjal.


Ítarlegar upplýsingar um fjölda kynferðisbrotamála árin 1999–2003.


Fæðingarár
ætlaðra
gerenda
Fæðingarár og kyn
ætlaðra brotaþola
Hegningar-
lagagrein
Komuár
máls
1977 1982, kvk. 194. 1999
1982 1982, kvk. 194. 1999
1966 1984, kvk. sýkn 195. 1999
1962 1979, kvk. 196. 1999
1959 1959, kk. 196. 1999
1965 1978, kvk. sýkn 196. 1999
1947 1983, kvk. 200. 1999
1957 1990, kvk. 200. 1999
1965 1977, kk. 202. 1999
1955 1992, kvk. 202. 1999
1968 1982, kvk. 202. 1999
1981 1989 (1), 1991 (2), 1992 (4), 1993 (1),
1994 (1), (9 stúlkur)
202. 1999
1973 1983, kvk. (6 stúlkur) 202. 1999
1960 1990, 1994, kvk. (2 stúlkur) 202. 1999
1952 1992, kvk. (2 stúlkur) 202. 1999
1949 1983, 1984, kvk. (2 stúlkur) 202. 1999
1965 1984 (3 stúlkur) 1985 (1 stúlka) 202. 1999
1983 1992, kvk. 202. 1999
1982 1986, kvk. 202. 1999
1968 1986, kk. 202. 1999
1963 1971, kvk. 202. 1999
1981 1981, kvk. sýkn 209. 1999
1981 1981, kvk. sýkn 209. 1999
1968 1981, kvk. 209. 1999
1931 1983, kvk. 209. 1999
1965 1988, 1990, 1991, kk. (3 drengir) 209. 1999
1982 1983, kvk., 1982, kk. viðurlagaákv. 209. 1999
1980 1976, 1976, kvk. (2 stúlkur) 209. 1999
1968 Klám 210.2. 1999
1969 Klám 210.2. 1999
1969 Klám viðurlagaákv. 210.2. 1999
1942 Barnaklám 210.4. 1999
1972 Barnaklám viðurlagaákv. 210.4. 1999
1977 1982, kvk. 194. 2000
1969 1973, kvk. sýkn 194. 2000
1972 1980, kvk. 194. 2000
1978 1980, kvk. 194. 2000
1982 1986, kvk. 194. 2000
1973 1985, kvk. (1 stúlka)
1988, 1988, kvk. (2 stúlkur)
2 mál,
2 dómar
195.
202.1.1
2000
2002
1972 1985, kvk. 196. 2000
1930 1953, kvk. 196. 2000
1971 1981, kvk. 196. 2000
1979 1980, kvk. sýkn 196. 2000
1961 1983, kvk. 200., 202. 2000
1959 1984 (2 stúlkur) 1985 (1 stúlka) 202.1.1 2000
1976 1984, kvk. 202.1.1, 209. 2000
1934 1991, kvk. sýkn 202.1.1 2000
1969 1993, kvk. 202.1.1 2000
1965 1974, kk. sýkn 202.1.1 2000
1954 1991, kvk. 202.1.2. 2000
1968 1989, kvk. 202.1.2 2000
1948 1987, kvk. sýkn 202.1.2. 2000
1962 1982, kvk. 209. 2000
1971 Brotaþolar óskráðir 209. 2000
1968 1975, kvk.
1997, kvk.
1977, kvk.
3 mál,
3 dómar
209.
202.1.2.
194.
2000
2001
2003
1981 Brotaþolar óskráðir 209. 2000
1983 Brotaþolar óskráðir 209. 2000
1981 Barnaklám viðurlagaákv. 210.4. 2000
1977 Barnaklám 210.4. 2000
1959 Barnaklám
1982, kvk.
viðurlagaákv.
sýkn, 2 mál
210.4.
209.
2000
2002
1937 Barnaklám 210.4. 2000
1978 1980, kvk. sýkn 194. 2001
1964 1943, kvk. 194. 2001
1976 1986, kvk.
1993, kvk.
2 mál,
1 dómur
194.
202.1.1
2001
2001
1964 1965, kvk. 194. 2001
1962 1965, kvk. 194. 2001
1972 1984, kvk. 194. 2001
1982 1986, kvk. sýkn 195. 2001
1975 1982, kvk. sýkn 195. 2001
1971 1983, kk. 196. 2001
1960 1982, 1990, kvk. (2 stúlkur) 196., 202. 2001
1976 1982, kvk. 196. 2001
1968 1970, kvk. 196. 2001
1984 1987, kvk. sýkn 196. 2001
1963 1995, kvk. 200.1. 2001
1957 1977, kvk.
1981, kvk.
2 mál,
1 dómur
200.1.
202.1.1
2001
1934 1983, kvk.
1992, kvk.
2 mál,
1 dómur
200.1.
200.2.
2001
1941 1990, kvk. sýkn 200.1. 2001
1954 1983, kvk. 200.2. 2001
1936 1982, 1984, 1985, kvk. (3 stúlkur) 200.2. 2001
1956 1973, kvk. 201.1. 2001
1967 1987, kvk. sýkn 201.1. 2001
1975 1993, kvk. 201.1. 2001
1949 1989, kvk. sýkn 201.2. 2001
1979 1986, kvk. 202.1.1. 2001
1930 1988, 1989, 1989, kvk. (3 stúlkur) 202.1.1. 2001
1967 1985, kvk. sýkn 202.1.1. 2001
1982 1988, kvk. sýkn 202.1.1. 2001
1959 1986, kvk. 202.1.1. 2001
1983 1994, kk., 1997, kvk., 1998, kvk. 202.1.1. 2001
1983 1991, kvk. sýkn 202.1.2. 2001
1954 1989, kvk. 202.1.2. 2001
1970 1987, kvk. sýkn 202.1.2. 2001
1950 1984, kvk. sýkn 202.1.2. 2001
1970 1987, kvk. sýkn 202.1.2. 2001
1971 1989, 1989, 1989, kvk. (3 stúlkur) 209. 2001
1967 1958, kvk. viðurlagaákv. 209. 2001
1964 Brotaþolar óskráðir viðurlagaákv. 209. 2001
1980 Klám viðurlagaákv. 210.2. 2001
1974 Klám viðurlagaákv. 210.2. 2001
1957 Barnaklám viðurlagaákv. 210.4. 2001
1970 Barnaklám viðurlagaákv. 210.4. 2001
1983 1983, kvk. 194. 2002
1983 1983, kvk. 194. 2002
1964 1970, kvk. 194. 2002
1965 1965, kvk. sýkn 194. 2002
1980 1984, kvk. 194. 2002
1945 1946, kvk. sýkn 194. 2002
1979 1987, kvk. sýkn, áfr. 194., 196. 2002
1987 1987, kvk. 194. 2002
1969 1986, kvk. 195. 2002
1968 1958, kvk. 196. 2002
1967 1982, kvk. sýkn 196. 2002
1960 1966, kvk. 196. 2002
1977 1980, kvk. 196. 2002
1960 1975, kvk. sýkn 196. 2002
1977 1981, kvk. 196. 2002
1962 1954, kvk. 196. 2002
1961 1985, kvk. 196., 200.1. 2002
1982 1983, kk. 196. 2002
1973 1972, kvk. 196. 2002
1934 1980, 1981, 1991, kvk. (3 stúlkur) 200., 202. 2002
1959 1987, kvk.
1988, kvk.
2 mál,
1 dómur
200., 202.
201., 202.
2002
2003
1960 1983, 1984, kvk. (2 stúlkur) 201., 202. 2002
1968 1987, 1987, 1991, kvk. (3 stúlkur) 201.2. 2002
1977 1989, kvk. 202.1.1. 2002
1980 1992, kvk. 202.1.1. 2002
1932 1987, kvk. sýkn 202.1.1. 2002
1976 1987, 1989, kvk.
1982, kvk.
2 mál,
1 dómur
202.1.
202.1., 209
2002
1947 1989, kvk. sýkn 202.1.2. 2002
1960 1984, 1986, 1989, kvk. (3 stúlkur) 202.1., 209. 2002
1983 1990, kvk. 202.1.2. 2002
1972 1990, kvk. 202.1.2. 2002
1924 Óskráður brotaþoli viðurlagaákv. 209. 2002
1971 1991, kvk. 209. 2002
1977 1968, kvk.,
1972, kvk.
2 mál, 1 ákv.
viðurlagaákv.
209. 2002
1964 1961, kvk. sýkn 209. 2002
1968 1979, kvk. 209. 2002
1955 1986, kvk. 209. 2002
1956 Klám 210.2. 2002
1976 Barnaklám 210.4. 2002
1961 Barnaklám 210.4. 2002
1961 Barnaklám 210.4. 2002
1982 Barnaklám viðurlagaákv. 210.4. 2002
1952 Barnaklám 210.4. 2002
1955 1955, kvk. sýkn 194. 2003
1975 1955, kvk.
1958, kvk.
sýkn,
2 mál, 1 dómur
194. 2003
1974 1965, kvk. sýkn 194. 2003
1981 1959, kvk. sýkn 194. 2003
1984 1972, kvk. 194. 2003
1960 1970, kvk. sýkn 194., 200.3. 2003
1976 1979, kvk. sýkn 194. 2003
1971 1981, kvk. 194. 2003
1976 1978, kvk. sýkn 194. 2003
1973 1982, kvk., 1982, kvk. (2 stúlkur) 196. 2003
1936 1990, kvk. 200.2. 2003
1965 1988, 1988, 1988, 1988, kvk. (4 stúlkur) 210.2. 2003
1981 1993, kk. 202.1.1. 2003
1943 1990, kvk. 202.1.1., 2. 2003
1985 1990, kvk. 202.1.1 2003
1971 1987, kvk. sýkn 202.1.1., 2. 2003
1944 1989, 1989, 1995, kvk. (3 stúlkur) 202.1.1., 2. 2003
1980 1988, kvk. 202.1.1. 2003
1946 1993, 1996, kvk. (2 stúlkur) 202.1., 209. 2003
1987 1991, kvk. 202.1.1. 2003
1984 Barnaklám 210.4. 2003
1982 Barnaklám 210.4. 2003
1946 Barnaklám viðurlagaákv. 210.4. 2003
1965 Barnaklám 210.4. 2003
1968 Barnaklám 2 mál, 1 dómur 210.4.
210.4.
2003
1962 Barnaklám 210.4. 2003
Neðanmálsgrein: 1
    1 Með kynferðisbrotum er átt við öll brot sem falla undir XXII. kafla (kynferðisbrotakafla) almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Til þeirra brota teljast einnig brot þar sem engir eiginlegir brotaþolar eru til staðar, svo sem dreifing og vörslur klámefnis.
Neðanmálsgrein: 2
    2 Miðað er við það ár sem mál kemur til ríkissaksóknara en ekki það ár sem dómur er kveðinn upp.
Neðanmálsgrein: 3
    3 Miðað er við fæðingarár gerenda. Ekki reyndist unnt að greina upplýsingar eftir aldri gerenda og brotaþola á þeim tíma sem hin refsiverða háttsemi átti sér stað.
Neðanmálsgrein: 4
    4 Í nokkrum málum er varða blygðunarsemisbrot hafa brotaþolar ekki verið skráðir. Á þetta t.d. við um brot þar sem svokallaðir „flassarar“ hafa berað sig fyrir framan hóp fólks.