Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 728. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1081  —  728. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um málefni erlendra barna.

Frá Guðrúnu Ögmundsdóttur.



     1.      Hvernig hefur umboðsmaður barna komið að málum erlendra barna sem koma til landsins án forsjáraðila? Er umboðsmaður barna hafður með í ráðum í slíkum málum?
     2.      Hvernig er samstarfi umboðsmanns barna og Útlendingastofnunar háttað í þessum málum?
     3.      Er til formlegur samstarfssamningur um slík mál milli þessara aðila og ef svo er ekki, stendur til að gera slíkan samning?
     4.      Við hvaða aðila er haft samráð eða samstarf þegar upp koma mál er varða erlend börn sem hingað koma án forsjáraðila?
     5.      Eru til einhverjir formlegir samstarfssamningar um þessi mál og ef svo er, við hverja?
     6.      Hafa verið samdar skriflegar vinnureglur um slík mál ef upp koma?


Skriflegt svar óskast.