Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 525. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1110  —  525. mál.




Svar



félagsmálaráðherra við fyrirspurn Ásgeirs Friðgeirssonar um fjárveitingar til rannsóknastofnana.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu mikið fé var veitt úr opinberum sjóðum á vegum félagsmálaráðuneytis til vísinda, rannsókna og þróunarstarfs Vinnueftirlits ríkisins árin 2001, 2002 og 2003? Úr hvaða sjóðum rann féð, hver ákvað fjárveitingarnar og á hvaða forsendum?

    Vinnueftirliti ríkisins eru markaðar tekjur úr ríkissjóði á grundvelli fjárlaga fyrir hvert ár, sbr. einnig lög nr. 113/1990, um tryggingagjald. Stofnuninni er heimilt að nýta hluta af tekjunum til vísinda, rannsókna og þróunarstarfs. Engum opinberum sjóðum er hins vegar til að dreifa á vegum félagsmálaráðuneytisins sem heimilt er að greiða úr til vísinda, rannsókna og þróunarstarfs Vinnueftirlits ríkisins.
    Til upplýsinga má þó nefna að mikið þróunarstarf og stuðningur í þeim efnum fer fram innan Vinnueftirlits ríkisins og á vegum þess. Í töflunni má sjá kostnað Vinnueftirlitsins við rekstur rannsókna- og heilbrigðisdeildar en meginhlutverk hennar er að þróa nýjar aðferðir við eftirlit í samvinnu við gæðaráð stofnunarinnar, samræma vinnubrögð við eftirlitsstörf og samhæfa verkefni sem falla undir eftirlitsstörf á landsvísu. Auk þess eru tilgreindir styrkir frá öðrum en Rannís er stærsti einstaki styrktaraðilinn.

Rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlits ríkisins.

2001 2002 2003
Kostnaður Vinnueftirlitsins 19.357.000 20.510.000 19.173.000
Styrkir frá Rannís o.fl. 300.000 3.300.000 5.340.000
Styrkir frá aðilum á vinnumarkaði 2.400.000 970.000
Styrkir frá erlendum aðilum. 185.000
Samtals 19.657.000 26.210.000 25.668.000