Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 726. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1154  —  726. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Jóns Kr. Óskarssonar um virðisaukaskatt á lyfjum.

     1.      Hverjar eru tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti á lyfjum?
    Á árinu 2002 eru áætlaðar tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti á lyfjum um 780 millj. kr.

     2.      Hvert yrði tekjutap ríkissjóðs ef virðisaukaskattur á lyfjum, sem nú er 24,5%, yrði
                  a.      14%,
                  b.      7%?

    Ef virðisaukaskattur á lyfjum mundi lækka í:
     a.      14% eru áætlaðar tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti af lyfjum um 440 millj. kr.
     b.      7% eru áætlaðar tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti af lyfjum um 220 millj. kr.