Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 770. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1168  —  770. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um úthald rannsóknarskipa.

Frá Jóhanni Ársælssyni.



     1.      Hve margir voru árlegir úthaldsdagar rannsóknarskipa á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar á tímabilinu 1990–2003 og hve margir eru fyrirhugaðir úthaldsdagar skipanna árið 2004? Óskað er sundurliðunar eftir verkefnum hvers skips og að fram komi fyrir hverja verkefnin voru unnin eða verða unnin samkvæmt áætlun.
     2.      Við hvaða rannsóknir hefur það nýst að Árni Friðriksson var útbúinn til að geta dregið tvö troll? Svarið óskast sundurliðað eftir tímabilum og verkefnum.
     3.      Hvert hefur hlutverk Árna Friðrikssonar verið í „togararalli“ á undanförnum árum?


Skriflegt svar óskast.