Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 789. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1204  —  789. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um umferðarslys.

Frá Magnúsi Þór Hafsteinssyni.



     1.      Hver hefur verið slysatíðni í umferðaróhöppum á eftirtöldum vegum ár hvert á tímabilinu 1988–2004:
                  a.      á Reykjanesbraut frá Hafnarfirði til Njarðvíkur,
                  b.      á Suðurlandsvegi frá Rauðavatni um Hellisheiði að Selfossi,
                  c.      á veginum frá Litlu kaffistofunni um Þrengsli til Þorlákshafnar,
                  d.      á Vesturlandsvegi,
                  e.      á Hvalfjarðarvegi,
                  f.      í Hvalfjarðargöngum?
     2.      Hver hefur verið tíðni dauðaslysa á hverjum þessara vega ár hvert á tímabilinu og hversu margir einstaklingar hafa hlotið varanleg örkuml og örorku eftir umferðarslys þar?
     3.      Hve oft hefur orðið árekstur fleiri en tveggja bifreiða á hverjum þessara vega ár hvert á tímabilinu og hve oft hefur orðið árekstur fleiri en fimm bifreiða?
     4.      Hver hefur verið árleg umferð ökutækja um hvern þessara vega á fyrrgreindu tímabili?


Skriflegt svar óskast.