Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 831. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1272  —  831. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um fullgildingu samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um starfsfólk með fjölskylduábyrgð.

Frá Rannveigu Guðmundsdóttur og Bryndísi Hlöðversdóttur.



    Hvað hefur verið gert til að skapa skilyrði til þess að Ísland geti fullgilt samþykkt nr. 156, um starfsfólk með fjölskylduábyrgð, sem gerð var á 67. þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) í Genf 23. júní 1981, eins og kveðið er á um í þingsályktun um mótun opinberrar fjölskyldustefnu og aðgerðir til að styrkja stöðu fjölskyldunnar sem samþykkt var á Alþingi 13. maí 1997?


Skriflegt svar óskast.