Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 891. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1460  —  891. mál.




Svar



samgönguráðherra við fyrirspurn Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um lýsingu á Reykjanesbraut og Vesturlandsvegi.

     1.      Hver hefur verið árlegur kostnaður hins opinbera af rafmagni til lýsingar á Reykjanesbraut síðan farið var að lýsa hana?
    Lýsing við Reykjanesbraut var sett upp 1996. Kostnaður Vegagerðarinnar af lýsingunni var 9.872.820 kr. árið 2003.

     2.      Hve margir ljósastaurar eru við brautina og hvaða vegalengd ná þeir yfir?
     3.      Hvaða hlutar brautarinnar eru lýstir?

    Fjöldi staura frá kafla 41-14, Hafnarfjarðarvegi, til kafla 41-22, að Flugstöð, er 713 stk. að meðtöldum staurum við gatnamót. Lengd kaflans er alls 40,18 km.

     4.      Er áformað að auka lýsingu á Reykjanesbraut við tvöföldun hennar?
    Áformað er að auka lýsingu brautarinnar við tvöföldun hennar en hönnun veglýsingarinnar er ekki lokið fyrir tvöföldunina.

     5.      Hver hefur verið árlegur kostnaður hins opinbera af rafmagni til lýsingar á Vesturlandsvegi síðan farið var að lýsa hann?
    Kostnaður Vegagerðarinnar við að lýsa Vesturlandsveg árið 2004 verður 5.093.736 kr. sé miðað við rauntölur janúarmánaðar þessa árs.
    Samkvæmt upplýsingum Orkuveitu Reykjavíkur, sem upphaflega stóð fyrir lýsingunni, hefur sá hluti vegarins sem liggur innan borgarmarka Reykjavíkur verið lýstur lengi. Þegar Ártúnsbrekkan var tekin í notkun í núverandi mynd á árunum 1993 til 1996 var öll lýsing þar endurnýjuð. Sé miðað við Vesturlandsveg í gegnum Mosfellsbæ hófst lýsing hans upp úr 1980.

     6.      Hve margir ljósastaurar eru við veginn og hvaða vegalengd ná þeir yfir?
     7.      Hvaða hlutar vegarins eru lýstir?

    Fjöldi staura á köflum 1-f2, Nesbraut, að 1-f4, Þingvallavegi, er 298 stk. að meðtöldum staurum við gatnamót. Samtals er lengd kaflans 8,43 km.

     8.      Er áformað að auka lýsingu á Vesturlandsvegi?

    Við tvöföldun Vesturlandsvegar frá Víkurvegi að Skarhólabraut verður veglýsing aukin.