Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 829. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1474  —  829. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um greiðslujöfnun fasteignaveðlána til einstaklinga, nr. 63/1985, með síðari breytingum.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Óskar Pál Óskarsson.
    Nefndinni bárust skriflegar umsagnir um málið auk þess sem það var rætt samhliða frumvarpi til laga um breytingu á lögum um húsnæðismál, 785. máli, og gafst nefndinni þannig færi á að ræða það við fjölda gesta.
    Nefndin gerir ekki athugasemdir við efni málsins en leggur áherslu á að það verði rætt í þinginu með framangreindu frumvarpi til laga um breytingu á lögum um húsnæðismál.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt.
    Ögmundur Jónasson sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er hann samþykkur áliti þessu.

Alþingi, 20. apríl 2004.



Guðlaugur Þór Þórðarson,


varaform., frsm.


Guðjón Hjörleifsson.


Guðjón Guðmundsson.



Birkir J. Jónsson.


Ísólfur Gylfi Pálmason.


Jóhanna Sigurðardóttir.



Helgi Hjörvar.


Valdimar L. Friðriksson.


Gunnar Örlygsson.