Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 831. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1573  —  831. mál.




Svar



félagsmálaráðherra við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur og Byndísar Hlöðversdóttur um fullgildingu samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um starfsfólk með fjölskylduábyrgð.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvað hefur verið gert til að skapa skilyrði til þess að Ísland geti fullgilt samþykkt nr. 156, um starfsfólk með fjölskylduábyrgð, sem gerð var á 67. þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) í Genf 23. júní 1981, eins og kveðið er á um í þingsályktun um mótun opinberrar fjölskyldustefnu og aðgerðir til að styrkja stöðu fjölskyldunnar sem samþykkt var á Alþingi 13. maí 1997?

    Utanríkisráðherra lagði fram á 125. löggjafarþingi tillögu til þingsályktunar um fullgildingu Íslands á samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 156, um jafna möguleika og jafnrétti til handa körlum og konum í atvinnu: Starfsfólk með fjölskylduábyrgð. Samhliða lagði félagsmálaráðherra fram frumvarp til laga um bann við uppsögnum vegna fjölskylduábyrgðar starfsmanna. Samþykktin var formlega fullgilt 22. júní 2000 fyrir hönd íslenskra stjórnvalda.