Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 994. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1645  —  994. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um vatnsborðssveiflur í Þingvallavatni.

Frá Össuri Skarphéðinssyni.



     1.      Hvaða reglur gilda um yfirborðssveiflur í Þingvallavatni?
     2.      Hver setur þær og á hvaða reglugerðum og lagaheimildum byggjast þær?
     3.      Hvaða stofnun á að hafa eftirlit með því að Landsvirkjun hlíti reglunum?
     4.      Hvernig er því eftirliti háttað?
     5.      Hversu oft hafa vatnsborðsmælar verið óvirkir og hve lengi á sl. tíu árum?
     6.      Hafa yfirborðssveiflur í Þingvallavatni verið umfram leyfilegar heimildir Landsvirkjunar og ef svo er, hversu oft hefur það gerst?
     7.      Hvert yrði fjárhagslegt tap Landsvirkjunar ef hætt yrði að nota Þingvallavatn sem miðlunarlón? Óskað er ítarlegs rökstuðnings.


Skriflegt svar óskast.