Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 38. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1751  —  38. mál.




Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta allsherjarnefndar (BH, JBjart, ISG, SigurjÞ, ÁÓÁ).



    1. gr. orðist svo:
    206. gr. laganna orðast svo:
    Hver sem lætur af hendi eða heitir greiðslu eða öðrum ávinningi fyrir vændi skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári.
    Hver sem hefur tekjur eða annan ávinning af milligöngu um vændi annarra skal sæta sektum eða fangelsi allt að 4 árum.
    Sömu refsingu varðar það að ginna, hvetja eða aðstoða barn, yngra en 18 ára, til þess að stunda vændi.
    Sömu refsingu varðar það einnig að stuðla að því að nokkur maður flytjist úr landi eða til landsins í því skyni að stunda vændi, hvort sem viðkomandi er kunnugt um þennan tilgang fararinnar eða ekki og hvort sem samþykki hans liggur fyrir eða ekki.
    Hver sem stuðlar að því með ginningu, hvatningu eða milligöngu að aðrir hafi samræði eða önnur kynferðismök gegn greiðslu eða öðrum ávinningi eða hefur tekjur af vændi annarra, svo sem með útleigu húsnæðis eða á annan hátt, skal sæta fangelsi allt að 4 árum en sektum eða fangelsi allt að 1 ári ef málsbætur eru.