Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 1007. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1789  —  1007. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um lækkun virðisaukaskatts.

Frá Össuri Skarphéðinssyni.



    Hve mikið áætlar fjármálaráðuneytið að mundi kosta ríkissjóð að lækka úr 14% í 7% virðisaukaskatt á eftirtöldum tegundum vöru og þjónustu sem taldar eru upp í 2. mgr. 14. gr. laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988:
     a.      útleigu hótel- og gistiherbergja og annarri gistiþjónustu,
     b.      afnotagjöldum útvarpsstöðva,
     c.      sölu tímarita, dagblaða og landsmála- og héraðsfréttablaða,
     d.      sölu bóka, jafnt frumsaminna sem þýddra, sem og hljóðupptakna af lestri slíkra bóka,
     e.      sölu á heitu vatni, rafmagni og olíu til hitunar húsa og laugarvatns,
     f.      aðgangi að vegamannvirkjum?


Skriflegt svar óskast.