Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 08. febrúar 2005, kl. 13:56:50 (4253)


131. löggjafarþing — 68. fundur,  8. feb. 2005.

Stjórn fiskveiða.

362. mál
[13:56]

sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (S):

Herra forseti. Ég mæli fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

Með frumvarpi þessu er stefnt að því að gera nokkrar lagfæringar á lagatexta sem einkum má rekja til afnáms sóknardagakerfis. Lagfærðar eru nokkrar tilvísanir til laga sem ekki eru lengur í gildi. Þá er lagt til að heimild til að ákveða að hluti afla skuli ekki reiknast til aflamarks verði gerð varanleg og að tímabundin heimild til ráðherra um sérstaka ráðstöfun þorskeldiskvóta gildi til loka fiskveiðiársins 2009/2010.

Hvað þá heimild varðar að hluti afla skuli ekki reiknast til aflamarks er sú heimild tímabundin og ef hún verður ekki endurnýjuð fellur hún úr gildi í lok þessa fiskveiðiárs.

Ég legg til, frú forseti, að að lokinni 1. umr. verði frumvarpinu vísað til hv. sjávarútvegsnefndar.