Afnám laga um Tækniháskóla Íslands

Fimmtudaginn 24. febrúar 2005, kl. 14:28:51 (5104)


131. löggjafarþing — 80. fundur,  24. feb. 2005.

Afnám laga um Tækniháskóla Íslands.

398. mál
[14:28]

Kjartan Ólafsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil gjarnan endurtaka spurningu mína og spyrja hv. þm. Einar Má Sigurðarson: Munuð þið fara í samningaviðræður við rekstraraðila Hástoða þrátt fyrir að vel mundi ganga í því formi sem við erum að tala um? Samningaviðræður tala þeir um núna. Það var talað um það bókstaflega áðan að rifta þessum samningum.

Eitt atriði vil ég nefna. Hvaða máli skiptir, hv. þm. Einar Már Sigurðarson, nokkuð sem heitir gæði og þjónusta í rekstri skóla og fyrirtækja? Það skyldi þó ekki vera eitthvað líkt með rekstri fyrirtækja og skóla hvað varðar gæði og þjónustu?