Áhrif hvalveiða á ímynd Íslands sem ferðamannalands

Mánudaginn 14. mars 2005, kl. 15:05:12 (5746)


131. löggjafarþing — 88. fundur,  14. mars 2005.

Áhrif hvalveiða á ímynd Íslands sem ferðamannalands.

630. mál
[15:05]

samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Vegna skýrslubeiðninnar vil ég taka fram að fyrir það fyrsta tel ég eðlilegt að sú beiðni verði samþykkt en vil geta þess að áður hafði ámóta beiðni komið fram og unnið hafði verið allverulega í að svara henni. Því var ekki lokið enda kom í ljós að í upphaflegri beiðni var farið fram á töluvert umfangsmikla rannsókn. Síðan varð það samkomulag milli mín og þess sem óskaði eftir skýrslunni að dregið yrði úr úttektinni og í ljósi þess var haldið áfram að vinna skýrsluna, sem er að mestu lokið. Ég tel því að það muni ekki taka langan tíma að verða við því að leggja fram þá skýrslu sem óskað er eftir að verði tekin saman.