Helgidagafriður

Fimmtudaginn 31. mars 2005, kl. 10:56:46 (6280)


131. löggjafarþing — 100. fundur,  31. mars 2005.

Helgidagafriður.

481. mál
[10:56]

Halldór Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Það kom fram hjá hv. þingmanni að þau séu sammála um það, bæði félag verslunar- og skrifstofufólks og atvinnurekendur, að ekki þurfi allir á þessari heimild að halda. Þá er einfalt að semja um það. Aðalatriðið er, eins og ég sé það, að nauðsynlegt er á þeim stöðum þar sem mest er um ferðamenn að hægt sé að kaupa matvörur. Ég hef að vísu ekki séð þann lista sem tekur yfir þá staði sem nú hafa undanþágu frá lögunum til að selja matvæli þannig að ég er að því leyti óviðbúinn þessari umræðu. Mín almennu viðhorf eru þau að ferðaþjónusta um páska og hvítasunnu er orðin það ríkur þáttur í atvinnulífi á ýmsum fámennum stöðum að nauðsynlegt er að koma til móts við þá breytingu.