Samgönguáætlun fyrir árin 2005--2008

Mánudaginn 09. maí 2005, kl. 22:14:22 (8410)


131. löggjafarþing — 128. fundur,  9. maí 2005.

Samgönguáætlun fyrir árin 2005--2008.

721. mál
[22:14]

Gunnar Birgisson (S) (andsvar):

Frú forseti. Jú, ég stóð að því að sú upphæð færi til samgöngumála sem ætlað er, upp á eina 60 milljarða kr. á fjórum árum. Það eru gífurlegir fjármunir og ég stóð að því.

En varðandi niðurskurðinn, miðað við vegáætlunina sem var í gildi, þá voru menn að skera niður framkvæmdir til að minnka þenslu. Allir tóku þátt í því í stjórnarliðinu. Ég var einn af þeim og stend við það. Aftur á móti bendi ég á að það er hægt að leysa mál með því auka fjármagn til framkvæmda á ýmsum stöðum, þá sérstaklega hér. Ég minni á að allt var þetta með góðum huga gert en síðan hefur nú margt breyst síðan og viðmiðin orðin önnur eftir að sprenging varð á byggingarmarkaði og mokstur á erlendu lánsfé inn á íbúðalánamarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu og víða um land.