Fjárlög 2005

Þriðjudaginn 05. október 2004, kl. 11:17:19 (40)


131. löggjafarþing — 3. fundur,  5. okt. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[11:17]

fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (S) (andsvar):

Herra forseti. Allt eru þetta nú efnismiklar athugasemdir sem hér koma fram. Ekkert bréf eins og hv. þm. spurði um hefur verið sent. En ég geri ráð fyrir því að við munum hafa sama háttinn á nú eins og undanfarin ár, að leggjast gegn því að forstöðumenn stofnana fari með sín erindi í (Gripið fram í.) fjárlaganefnd. (Gripið fram í.)

Ég var nú að svara því sem ég var spurður um, hv. þm., hvort slíkt bréf hefði verið sent í haust. Það hefur ekkert slíkt bréf verið sent. En ég geri ráð fyrir því að það geti orðið vegna þess að við munum hafa sama háttinn á núna og undanfarin ár.

Þakka ég síðan hv. þm. fyrir mjög fínt innlegg hér varðandi ríkisfjármálin og fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár.