Þriðja kynslóð farsíma

Þriðjudaginn 19. október 2004, kl. 14:57:48 (620)


131. löggjafarþing — 11. fundur,  19. okt. 2004.

Þriðja kynslóð farsíma.

160. mál
[14:57]

samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er nú svo að talið er að hægt sé að koma fyrir á landsvísu sex leyfum, þ.e. að úthluta sex leyfum. Við höfum valið þann kostinn hins vegar að takmarka þetta við útgáfu fjögurra leyfa fyrir þriðju kynslóð farsíma vegna þess að við teljum að það sé að svo komnu máli ekki líklegt að markaðurinn beri fjárfestingu fleiri kerfa. Með því að velja að gefa út eða veita fjögur leyfi teljum við að tryggt sé að samkeppni geti orðið á þessum markaði.

Ég vísa algerlega á bug öllum vangaveltum hv. þingmanns um pólitískar geðþóttaákvarðanir. Ég tel að rétt sé að ræða það í þingnefndinni hvaða hættur liggi þar helst (Forseti hringir.) og girða þá fyrir þær með endurbótum á frumvarpinu.