Lánasjóður sveitarfélaga

Þriðjudaginn 09. nóvember 2004, kl. 14:24:39 (1178)


131. löggjafarþing — 22. fundur,  9. nóv. 2004.

Lánasjóður sveitarfélaga.

269. mál
[14:24]

félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (F):

Hæstv. forseti. Ég þakka þær undirtektir sem frumvarpið hefur fengið í þingsal. Eins og fram kom í ræðum hv. þingmanna Jóns Gunnarssonar og Sivjar Friðleifsdóttur hefur þetta mál m.a. áhrif á fjárhag sveitarfélaganna. Og vegna þess sem fram kom í máli hv. þm. Jóns Gunnarssonar er rétt að halda því til haga, hæstv. forseti, að með lækkun tekjuskattsins má gera ráð fyrir að umsvifin í samfélaginu aukist, að tekjur innheimtar af virðisaukaskatti aukist þar með og jöfnunarsjóður á hlutdeild í þeim tekjum eins og þeim skatttekjum sem þingmaðurinn gerði að umtalsefni þannig að á endanum er ekki ósennilegt að jafnan standist nokkurn veginn þótt tíminn verði auðvitað að skera úr um það.

Hæstv. forseti. Að endingu ítreka ég tillögu mína um að málið verði sent hv. félagsmálanefnd til umfjöllunar og til 2. umr.