Háskóli Íslands

Mánudaginn 22. nóvember 2004, kl. 18:08:45 (1876)


131. löggjafarþing — 35. fundur,  22. nóv. 2004.

Háskóli Íslands.

348. mál
[18:08]

Þórarinn E. Sveinsson (F) (andsvar):

Herra forseti. Ég get svo sem ítrekað það sem ég hef sagt áður að það var kallað eftir þessum rökstuðningi. Hann kom frá öllum skólunum og ég get ekki farið út í þá umræðu einangrað um Akureyri varðandi spurningu hv. þm. Guðmundar Árna Stefánssonar. Kannski er heldur ekki rétt að taka einn skóla út úr. Ég ítreka að þetta eru innritunargjöld. Það var kallað eftir þessum rökstuðningi og menn sættust á þessa tölu en sjálfsagt er hún of há í augum greiðenda, í augum skólans of lág.