Fjárlög 2005

Föstudaginn 26. nóvember 2004, kl. 11:27:20 (2303)


131. löggjafarþing — 40. fundur,  26. nóv. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[11:27]

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Í þessari breytingartillögu er lögð fram tillaga til hækkunar á þjónustu inni á heilsugæslustöðvunum enn frekar en er í fjárlagafrumvarpinu, sérmerkt í geðheilbrigðisþjónustu og vegna sál- og líkamlegra sjúkdóma sem sífellt herja meira á þjóð okkar. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir 42 millj. kr. framlagi til þessa en ég tel nauðsynlegt að fara af stað með þessa þjónustu sem víðast um land og þá þarf meira fjármagn í þennan málaflokk svo að hægt sé að ráða sérfræðinga, ýmist sálfræðinga, félagsráðgjafa eða iðjuþjálfa á fleiri stöðum þó að ekki sé fullskipað í hvert sæti. Ég segi já.