Fjárlög 2005

Laugardaginn 04. desember 2004, kl. 11:30:30 (2765)


131. löggjafarþing — 49. fundur,  4. des. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[11:30]

Gunnar Birgisson (S):

Virðulegi forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um að bæta fjórum nýjum aðilum inn á heiðurslaun listamanna. Meiri hluti nefndarinnar gerði grein fyrir tillögu sem var mjög vel rökstudd og hún var auðvitað rædd í nefndinni. Minni hlutinn vill ráða þessu líka og fær um það ráðið en ef hann fær ekki að ráða kemur hann hingað og kvartar eins og gamlar nöldurskjóður. Þannig er lýðræðið hjá þeim. Ég segi já.