Háskóli Íslands

Föstudaginn 10. desember 2004, kl. 14:47:21 (3444)


131. löggjafarþing — 55. fundur,  10. des. 2004.

Háskóli Íslands.

348. mál
[14:47]

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég tek eftir því að við vinnslu þessa máls í menntamálanefnd og hér á þinginu hefur skapast mjög eindregin samstaða milli fulltrúa Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í menntamálanefnd. Ég get ekki sagt að ég fagni því en mér kemur það heldur ekkert á óvart. Ég hefði hins vegar búist við að í andsvari sínu nú mundi hv. þm. Dagný Jónsdóttir ræða sína eigin fyrirvara en ekki orð annarra og ég óska eftir að hún geri það hér í síðara skiptið.