Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 165. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 165  —  165. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um greiðslur fjármagnstekjuskatts.

Frá Jóni Gunnarssyni.



     1.      Hversu margir einstaklingar annars vegar og lögaðilar hins vegar greiddu fjármagnstekjuskatt árin 2002 og 2003 og hvað er áætlað að þeir verði margir í ár?
     2.      Hversu margir af þessum gjaldendum greiða fjármagnstekjuskatt sem er:
              a.      undir 100 þús. kr.,
              b.      100–199 þús. kr.,
              c.      200–399 þús. kr.,
              d.      400–999 þús. kr.,
              e.      1.000–1.499 þús. kr.,
              f.      yfir 1.500 þús. kr.
        og hve há er meðalgreiðslan í hverjum þessara flokka?


Skriflegt svar óskast.