Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 200. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 200  —  200. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um Mannréttindaskrifstofu Íslands.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hverjar eru ástæður þess að ekki er gert ráð fyrir fjárframlagi frá dómsmálaráðuneyti til Mannréttindaskrifstofu Íslands í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2005?
     2.      Er það ásetningur ríkisstjórnarinnar að Mannréttindaskrifstofu Íslands verði lokað?
     3.      Með hvaða hætti vilja stjórnvöld þróa samstarf við frjáls félagasamtök á sviði mannréttindamála og fjárhagsleg samskipti þessara aðila?