Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 381. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 466  —  381. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um notkun söluandvirðis Steinullarverksmiðjunnar.

Frá Magnúsi Þór Hafsteinssyni.



     1.      Í hvaða verkefni fór helmingur söluandvirðis Steinullarverksmiðjunnar sem verja skyldi til samgöngubóta eða annarra verkefna í sveitarfélögum sem áttu verulegra hagsmuna að gæta vegna starfsemi verksmiðjunnar? Hve háar fjárhæðir fóru í einstök verkefni?
     2.      Hvaða tilraunir voru gerðar í tengslum við barraeldi, hve háar fjárhæðir fóru í einstök tilraunaverkefni og hvenær var styrkur til þess greiddur til Sægulls ehf.? Hvaða fjárhæðir höfðu áður verið veittar til fyrirtækisins frá Byggðastofnun í formi hlutafjár, styrkja eða lána?
     3.      Hvaða fiskeldisrannsóknir voru gerðar í Hólaskóla fyrir fé það sem veitt var þangað af söluandvirði Steinullarverksmiðjunnar? Hve háar fjárhæðir fóru í einstök tilraunaverkefni skólans?


Skriflegt svar óskast.