Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 299. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 544  —  299. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 155/1998, um Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda, með síðari breytingum.

Frá minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Stjórnir lífeyrissjóða eru skipaðar fulltrúum samtaka launafólks annars vegar og atvinnurekenda hins vegar. Mikilvægt er að tryggja þátttöku heildarsamtaka launafólks í stjórnum lífeyrissjóðanna eftir því sem kostur er. Samtök opinberra starfsmanna hafa til þessa átt fulltrúa í stjórn Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda og hefur aðkoma þeirra verið tryggð með tilnefningu stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Með frumvarpinu yrði sú tilnefning felld niður. Minni hlutinn getur ekki fallist á þessa breytingu og vísar í rökstuðning sem fram kemur í erindum frá LSR og BSRB hvað þetta snertir.
    Minni hlutinn gerir ekki athugasemd við 2. gr. frumvarpsins.

Alþingi, 4. des. 2004.



Álfheiður Ingadóttir.