Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 463. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 712  —  463. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um svartfugl við Norðurland.

Frá Merði Árnasyni.



     1.      Hverjar eru skýringar sérfræðinga í stofnunum umhverfisráðuneytisins á svartfuglsdauða úti fyrir ströndum nyrðra í vetur og undanfarna vetur?
     2.      Eru þessir atburðir tengdir ámóta hruni svartfuglsstofns í Noregi? Getur verið að hér sé um að ræða merki um yfirvofandi loftslagsbreytingar?
     3.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir sérstökum rannsóknum eða aðgerðum vegna þessa?