Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 304. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 746  —  304. mál.




Svar



forsætisráðherra við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur um úttektir á ríkisstofnunum.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hversu margar úttektir á starfsemi ríkisstofnana hafa verið unnar á vegum ríkisstjórnar, einstakra ráðuneyta eða nefnda á vegum þeirra frá og með árinu 2000? Í svarinu óskast hver úttekt eða skýrsla tilgreind eftir ári og stofnun eða ráðuneyti.
     2.      Hvaða aðilar voru fengnir til að vinna úttektirnar? Í svarinu óskast hver úttekt eða skýrsla tilgreind eftir stofnun eða ráðuneyti.
     3.      Hver var kostnaðurinn við hvert þessara verkefna?


    Leitað hefur verið upplýsinga hjá öllum ráðuneytum varðandi úttektir á ríkisstofnunum á þeirra vegum. Fjárhæðir og upplýsingar um fjölda úttekta og framkvæmd þeirra í svari þessu eru byggðar á gögnum frá viðkomandi ráðuneytum ásamt upplýsingum frá Ríkisendurskoðun. Litið er svo á að rétt sé að sleppa hefðbundnum úttektum eða skýrslum sem teljast eðlilegur hluti af reglubundinni starfsemi og fjárhagsendurskoðun.
    Samkvæmt upplýsingum sem ráðuneytin hafa látið í té voru gerðar alls 53 úttektir á ríkisstofnunum á vegum þeirra árin 2000–2004. Því til viðbótar gerði Ríkisendurskoðun 44 úttektir á ríkisstofnunum, þar af var skýrslubeiðandi annar en Ríkisendurskoðun í 14 tilvikum. Eftirfarandi eru svör einstakra ráðuneyta ásamt samantekt Ríkisendurskoðunar en stofnunin tók saman yfirlit um skýrslur og úttektir á sviði stjórnsýsluendurskoðunar og hagsýslu ýmiss konar á umræddu tímabili. Í fylgiskjali I má finna samantekt á svörum ráðuneyta á töfluformi.

Forsætisráðuneyti.
    Þrjár úttektir voru unnar á vegum forsætisráðuneytisins á árunum 2000–2004.
    Árið 2001 skipaði forsætisráðherra samstarfshóp til að undirbúa tilfærslu verkefna Þjóðhagsstofnunar til annarra stofnana og skoða endurskipulagningu breyttrar verkaskiptingar stofnana ríkisins á sviði efnahagsmála. Hópinn skipuðu fulltrúar fjármálaráðuneytisins, Þjóðhagsstofnunar, Hagstofu Íslands, Seðlabanka Íslands og starfsmannafélags Þjóðhagsstofnunar. Ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins var formaður hópsins. Samstarfshópurinn skilaði áliti til ráðherra í mars 2002. Engin þóknun var greidd fyrir þetta starf.
    Árið 2002 lét forsætisráðuneytið gera úttekt á verkefninu um íslenska upplýsingasamfélagið. Meðal helstu atriða sem litið var til í úttektinni voru eftirfarandi:
    Hvernig hefur tekist við að ná þeim markmiðum sem sett voru fram í stefnunni um upplýsingasamfélagið?
    Hvernig hefur það fé sem veitt hefur verið til upplýsingatækniverkefna nýst?
    Hvernig hefur verkefnisstjórnin og einstök ráðuneyti staðið sig við framkvæmd stefnunnar?
    Hvernig hefur tekist til með samráð við ólíka aðila?
    Ísland í samanburði við önnur lönd, samanburður á tölfræðigögnum.
    Hvernig hefur það skipulag sem viðhaft hefur verið reynst?
    Úttektina framkvæmdi PWC Consulting og nam kostnaður 3.217.030 kr.
    Forsætisráðherra skipaði árið 2004 starfshóp sem var ætlað að kanna mögulega samþættingu eða sameiningu matvælarannsókna í eina stofnun eða fyrirtæki. Starfshópurinn lagði til að sem mest af matvælarannsóknum á Íslandi yrðu stundaðar hjá einni matvælarannsóknastofnun í nánu samstarfi og samþættingu við menntun í fagskólum og á háskólastigi, svo og við atvinnufyrirtæki. Sjávarútvegsráðherra, menntamálaráðherra, landbúnaðarráðherra og iðnaðarráðherra tilnefndu fulltrúa í hópinn sem var undir forystu Þorkels Sigurlaugssonar. Kostnaður við starfshópinn nam alls 200.000 kr.

Dóms- og kirkjumálaráðuneyti.
    Á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins hefur verið unnið að ýmsum úttektum, má þar m.a. nefna reglulegar embættisúttektir í kjölfar sýslumannaskipta. Einnig hefur verið unnið að úttektum á eintökum stofnunum. Frá og með árinu 2000 hefur á vegum ráðuneytisins verið unnið að eftirfarandi úttektum:

Ár Embætti Eðli úttektar Úttektaraðili
Kostnaður
2000 Sýslumaðurinn á Patreksfirði Stjórnunar og fjárhagsleg Ráðuneytið ásamt starfsmönnum ríkislögreglustjóra Ótilgreindur
2000 Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Stjórnunar Ríkislögreglustjóri Ótilgreindur
2000 Útlendingastofnun Stjórnunar og fjárhagsleg Dóms- og kirkjumálaráðuneytið Ótilgreindur
2000 Sýslumannsembættin í Borgarnesi, Búðardal, Vík og Keflavík, á Stykkishólmi, Sauðárkróki, Höfn, Hvolsvelli og Selfossi Hagkvæmnisúttekt Ríkislögreglustjóri Ótilgreindur
2001 Sýslumaðurinn á Höfn í Hornafirði Stjórnunar og fjárhagsleg Ráðuneytið ásamt starfsmönnum ríkislögreglustjóra Ótilgreindur
2001 Sýslumaðurinn á Patreksfirði Athugun Ríkislögreglustjóri Ótilgreindur
2001 Landhelgisgæslan Stjórnunar og fjárhagsleg Nefnd Ótilgreindur
2002 Sýslumaðurinn á Höfn í Hornafirði Fjárhagsleg Ríkislögreglustjóri Ótilgreindur
2002 Sýslumaðurinn á Höfn í Hornafirði Stjórnunar og fjárhagsleg IBM Consulting ehf. 604.247
2003 Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Athugun Ríkislögreglustjóri Ótilgreindur
2003 Sýslumaðurinn í Borgarnesi Stjórnunar og fjárhagsleg Stjórnunarráðgjöf ehf. 484.750
2003 Héraðsdómstólar Fjárhagsleg Jón Magnússon 323.700
2004 Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Stjórnunar og fjárhagsleg Ríkislögreglustjóri Ótilgreindur
2004 Landhelgisgæslan Stjórnunar og fjárhagsleg Starfshópur skipaður af dómsmálaráðherra 1.915.772


Félagsmálaráðuneyti.
    Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneyti lét ráðuneytið gera eina úttekt á umræddu tímabili. Í byrjun árs 2003 skipaði félagsmálaráðherra vinnuhóp til að gera úttekt á rekstri og starfsemi Svæðisskrifstofu fatlaðra í Reykjavík, auk þess að hefja vinnu við endurskoðun á málefnum fatlaðra á landsvísu. Skýrsla vinnuhópsins lá fyrir um mitt ár 2004. Í vinnuhópnum sátu Þór G. Þórarinsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneyti, Björn Arnar Magnússon, deildarstjóri í félagsmálaráðuneyti, og Jón Heiðar Ríkharðsson, verkfræðingur og MBA. Björn Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri svæðisskrifstofunnar, starfaði með hópnum. Meginhluta greiningarvinnu og úttektar á svæðisskrifstofunni vann Jón Heiðar Ríkharðsson.
    Kostnaður við þann hluta verkefnisins sem varðaði svæðisskrifstofuna beint nam um 2.000.000 kr.

Fjármálaráðuneyti.
    Fjármálaráðuneytið lét gera eina úttekt á starfsemi ríkisstofnunar sem undir ráðuneytið heyrir á þessu tímabili. Var þar um að ræða embætti ríkisskattstjóra á árinu 2003. Ráðgjafafyrirtækið IMG Deloitte var fengið til þess að gera úttekt á rekstrarkostnaði embættisins annars vegar og greina verkefni þess hins vegar. Heildarkostnaður við þetta verkefni nam 1.705.650 kr. með virðisaukaskatti. Verkefnið stóð yfir allt árið 2003.

Hagstofa Íslands.
    Engri úttekt er til að dreifa hvað snertir Hagstofu Íslands enda hefur Hagstofan engar undirstofnanir.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti.
    Í eftirfarandi yfirliti koma fram þær úttektir á starfsemi stofnana heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins sem gerðar voru á tímabilinu 2000–2004, hverjir unnu að þeim og hvað var greitt fyrir þær.


Ár

Stofnun

Verktaki

Kostnaður, þús. kr.

2000
Landlæknisembættið PriceWatherhouseCoopers 1.984
2000 Heyrnar- og talmeinastöð Ráðgarður hf. 124
2001 Landlæknisembættið PriceWatherhouseCoopers 3.269
2001 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Guðlaug Björnsdóttir viðskiptafræðingur 669
2002 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Guðlaug Björnsdóttir viðskiptafræðingur 603
2004 Sólvangur, Hafnarfirði Pétur Jónsson viðskiptafræðingur 1.361

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti.
    Eftirfarandi úttektir voru unnar á vegum ráðuneytisins á árunum 2000–2004:
    Árið 2001 skipaði iðnaðarráðherra nefnd til að yfirfara skipulag Orkustofnunar. Formaður nefndarinnar var Páll Hreinsson lögfræðingur, en auk hans áttu sæti í nefndinni starfsmenn ráðuneytisins og Orkustofnunar. Kostnaður vegna nefndarinnar nam 55.000 kr.
    Árið 2003 voru Ágúst Þór Jónsson verkfræðingur og Tryggvi Axelsson, settur forstjóri Löggildingarstofu, fengnir til að vinna úttekt á stofnuninni. Kostnaður við verkefnið nam 715.000 kr.
    Iðnaðar- og viðskiptaráðherra skipaði starfshóp árið 2004 til að gera tillögur um framtíðarfyrirkomulag tæknirannsókna. Niðurstaða starfshópsins er að efling tæknirannsókna byggist á sameiningu Iðntæknistofnunar Íslands og Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. Starfshópurinn var undir forystu Sveins Þorgrímssonar, skrifstofustjóra í iðnaðarráðuneyti. Enginn kostnaður féll til, utan fasts launakostnaðar.

Landbúnaðarráðuneyti.
    Landbúnaðarráðuneytið lét gera eftirfarandi úttektir á ríkisstofnunum á tímabilinu 2000–2004:

Skógrækt ríkisins.
    Skýrsla, dags. 26. júní 2000, um rekstur Skógræktar ríkisins. Skýrslan var unnin af Ólafi Friðrikssyni landbúnaðarráðuneyti og Jóni Magnússyni fjármálaráðuneyti. Enginn beinn kostnaður var við vinnslu skýrslunnar, utan fasts launakostnaðar.

Hólaskóli.
    Úttekt, dags. 10. júlí 2002, um skil á virðisaukaskatti og almenn fjárhagsmálefni Hólaskóla. Eftirtaldir aðilar unnu að gerð úttektarinnar: Ingimar Jóhannsson landbúnaðarráðuneyti, Jón Magnússon fjármálaráðuneyti og Skúli Skúlason Hólaskóla. Enginn beinn kostnaður var við úttektina, utan fasts launakostnaðar.

Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri.
    Skýrsla, dags. í febrúar 2002, um breytt skipulag Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Skýrslan var unnin af PricewaterhouseCoopers. Kostnaður við gerð hennar var 1.367.000 kr.

Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri.
    Skýrsla, dags. í júní 2003, um rekstrarumhverfi Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Skýrsla unnin af Jóni Magnússyni fjármálaráðuneyti, Ingimar Jóhannssyni og Hákoni Sigurgrímssyni landbúnaðarráðuneyti og Magnúsi B. Jónssyni rektor LBH. Enginn beinn kostnaður var við vinnslu skýrslunnar, utan fasts launakostnaðar.

Menntamálaráðuneyti.
    Menntamálaráðuneytið lét gera eftirfarandi úttektir á ríkisstofnunum á tímabilinu 2000– 2004:

Skrifstofa menntamála – Háskólastig.
Árið 2000.
    Úttekt á íslenskukennslu á vegum Stofnunar Sigurðar Norðdals. Úttektina önnuðust Guðmundur Hálfdánarson, prófessor við Háskóla Íslands, og Þorleifur Hauksson. Kostnaður var 473.376 kr.

Árið 2001.
    Úttekt á hjúkrunarfræðimenntun við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Formaður matshópsins var Carolyn F. Waltz, deildarforseti Academic Affairs, University of Maryland. Aðrir sem sæti áttu í hópnum voru Sólveig Jakobsdóttir, dósent við KHÍ í fjarkennslufræði, Pia Ramhöj, rektor Hovedstadens sygeplejerskeuddannelse, Kaupmannahöfn, og Sigríður Snæbjörnsdóttir, hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi hjúkrunarforstjóri við Sjúkrahús Reykjavíkur, en hún starfaði einnig sem ritari hópsins. Kostnaður var 1.660.000 kr.

Árið 2003.
    Úttekt á rekstri og stjórnun Háskólans í Reykjavík. Úttektin var í höndum KPMG Ráðgjöf ehf. Kostnaður var 1.850.000 kr.
    Úttekt á rekstri og stjórnun Viðskiptaháskólans á Bifröst. Úttektin var í höndum IMG Deloitte. Kostnaður var 2.000.000 kr.

Árið 2004.
    Úttekt á Lagadeild Háskóla Íslands. Formaður matshópsins var Bjarni Benediktsson hdl. Aðrir sem sæti áttu í hópnum voru: Svali H. Björgvinsson, starfsmannastjóri hjá KB banka, Dermot Walsh, prófessor við Háskólann í Limerick, Írlandi, og Thomas Wilhelmsson, prófessor og aðstoðarrektor við Háskólann í Helsinki. Ritari hópsins var Unnar Hermannsson, sérfræðingur hjá KPMG Ráðgjöf ehf. Kostnaður var 2.823.480 kr.

Skrifstofa menntamála – Framhaldsskólastig.
Árið 2000.
    Mat á starfi Menntaskólans á Ísafirði. Úttektina önnuðust Stefanía Arnórsdóttir verkefnisstjóri og Steinunn Helga Lárusdóttir, lektor við Kennaraháskóla Íslands. Kostnaður var 655.000 kr.

Árið 2002.
    Úttekt á Fjölbrautaskóla Suðurlands. Úttektina önnuðust Stefanía Arnórsdóttir verkefnisstjóri og Haraldur Á. Hjaltason frá H2H Rágjöf ehf. Kostnaður var 622.000 kr.
    Úttektir á sjálfsmatsaðferðum framhaldsskóla. Úttektirnar gerðu Háskólinn á Akureyri og KPMG Ráðgjöf ehf. Kostnaður var 3.895.670 kr.

Árið 2003.
    Mat á UT-braut Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Úttektin var gerð af Salvöru Gissurardóttur, lektor við Kennaraháskóla Íslands, og Lovísu Kristjánsdóttur, Menntaskólanum við Hamrahlíð. Kostnaður var 500.000 kr.
    Mat á forvarnarstarfi í framhaldsskólum: Skýrsla um framkvæmd og niðurstöður samnings menntamálaráðuneytisins og Fræðslumiðstöðvar í fíknivörnum. Úttektin var gerð af Ingibjörgu Þórhallsdóttur hjá Liðsinni. Kostnaður var 406.585 kr.
    Úttekt á fjarkennslu við Fjölbrautaskólann við Ármúla 2001–2003. Úttektina önnuðust Unnar Hermannsson, sérfræðingur hjá KPMG Ráðgjöf ehf., og Ásrún Matthíasdóttir, dósent við Kennaraháskóla Íslands. Kostnaður var 579.800 kr.
    Úttekt á fjarkennslu við Verkmenntaskólann á Akureyri 2001–2003. Úttektina önnuðust Unnar Hermannsson, sérfræðingur hjá KPMG Ráðgjöf ehf., og Ásrún Matthíasdóttir, dósent við Kennaraháskóla Íslands. Kostnaður var 581.122 kr.
    Snyrtiskóli Íslands – Úttekt fyrir menntamálaráðuneytið. Úttektina gerði Deloitte&Touche. Kostnaður var 897.533 kr.
    Úttektir á sjálfsmatsaðferðum framhaldsskóla. Úttektirnar annaðist KPMG Ráðgjöf ehf. Kostnaður var 400.000 kr.

Fjármálasvið.
Árið 2003.
    Rekstur framhaldsskóla 2002 – Sérúttekt á sjö skólum. Starfshópur með fulltrúum frá menntamálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti var settur til að fara yfir rekstur framhaldsskóla vegna ársins 2002 og sérúttekt á sjö skólum. Ekki var sérgreindur kostnaður vegna þessa verkefnis þar sem verkið var unnið af starfsmönnum ráðuneytisins. Starfshópurinn skilaði skýrslu í júní 2003.

Vísindaskrifstofa.
Árið 2004.
    Verið er að ljúka úttekt á rannsóknum við Háskóla Íslands á vegum menntamálaráðuneytisins. Fyrirhugað er að framkvæma reglubundnar úttektir á rannsóknum við háskólana í landinu.

Samgönguráðuneyti.
    Eftirfarandi úttektir voru gerðar á stofnunum ráðuneytisins á tímabilinu 2000–2004:
    Árið 2003 lét Vegagerðin gera úttekt á starfsemi sinni í tengslum við breytingar á skipulagi stofnunarinnar. Úttektina annaðist fyrirtækið IBM Business Consulting Services samkvæmt samningi. Hún var hluti af stærra verkefni sem fyrirtækið vann fyrir stofnunina og því er ekki unnt að tilgreina kostnað við hana sérstaklega.
    Persónuvernd lét gera úttekt á Umferðastofu. Úttektina annaðist fyrirtækið Dómbær samkvæmt samningi við Persónuvernd. Boðað var til úttektar árið 2003 en hún framkvæmd 2004. Kostnaður var 642.420 kr.

Sjávarútvegsráðuneyti.
    Engar úttektir hafa farið fram á vegum sjávarútvegsráðuneytis á umræddu tímabili.

Umhverfisráðuneyti.
    Í eftirfarandi yfirliti koma fram þær úttektir á starfsemi stofnana umhverfisráðuneytisins sem gerðar voru á tímabilinu 2000–2004, hverjir unnu að þeim og hvað var greitt fyrir þær.

Stofnun Ár Úttektaraðili Kostnaður Efni
Hollustuvernd ríkisins 2001 TGT-stofan 2.057.268 Stjórnsýsluúttekt
Náttúrufræðistofnun Íslands 2002 VA-arkitektar og Framkvæmdasýslan 1.907.486 Skýrsla um húsnæðismál og starfsemi NÍ
Náttúrufræðistofnun Íslands 2004 Ríkisendurskoðun 0 Stjórnsýsluúttekt
Veðurstofa Íslands 2003 Ríkisendurskoðun 0 Stjórnsýsluúttekt


Utanríkisráðuneyti.
    Utanríkisráðuneytið lét árið 2003 fara fram úttekt á Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Úttektin var unnin af Hermanni Ingólfssyni og Jónasi H. Haralz. Kostnaður nam um 1.300.000 kr.

Ríkisendurskoðun.
    Eftirfarandi er yfirlit um skýrslur og úttektir sem Ríkisendurskoðun hefur gert á liðnum árum á sviði stjórnsýsluendurskoðunar og hagsýslu ýmiss konar, ásamt upplýsingum um hver hafi óskað eftir skýrslunni eða átt hugmyndina að henni. Í yfirlitinu er hvorki að finna fræðsluefni, leiðbeiningar né skýrslur um fjárhagsendurskoðun ríkissjóðs eða framkvæmd fjárlaga.

Skýrslubeiðandi
2000
Greinargerð um áætlaða rekstrarstöðu heilbrigðisstofnana í árslok 2000 Ríkisendurskoðun
Rafræn viðskipti Ríkisendurskoðun
Reynslusveitarfélög. Samningar við Akureyrarbæ Ríkisendurskoðun
Sérfræðiþjónusta. Kaup ríkisstofnana á ráðgjöf og annarri sérfræðiþjónusta Ríkisendurskoðun
Rammasamningar Ríkiskaupa Ríkisendurskoðun
Áform – átaksverkefni. Stjórnsýsluendurskoðun Ríkisendurskoðun
Umhverfisstefna í ríkisrekstri Ríkisendurskoðun
2001
Tölvukerfi í framhaldsskólum. Úttekt á uppýsingakerfum Ríkisendurskoðun
Hjálpartækjamiðstöð Tryggingastofnunar ríkisins Ríkisendurskoðun
Tollaframkvæmd. Stjórnsýsluendurskoðun Ríkisendurskoðun
Hlutdeild sveitarfélaga í stofnkostnaði heilbrigðisstofnana Margrét Frímannsdóttir alþingismaður
Greiðslur opinberra aðila til lækna á árinu 2000 Heilbrigðisráðuneyti
Skattsvikamál. Ferli, fjöldi og afgreiðsla 1997–1999 Ríkisendurskoðun
Ferliverk á sjúkrahúsum 1999–2000 Heilbrigðisráðuneyti
Framkvæmdir á vegum Alþingis við Austurstræti 8–10 Forseti Alþingis
Íbúðarhúsnæði í eigu ríkisins. Greinargerð Fjármálaráðuneyti
Fjárlagaferlið. Um útgjaldastýringu ríkisins Ríkisendurskoðun
Samingur um hjúkrunarheimili að Sóltúni 2 Ögmundur Jónasson alþingismaður
Landhelgisgæsla Íslands. Stjórnsýsluendurskoðun árslok 2002 Ríkisendurskoðun
Náttúrufræðistofnun, rekstrar- og fjárhagsvandi Ríkisendurskoðun
Starfsemi meðferðarheimilisins á Torfastöðum Félagsmálaráðuneytið
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Ríkisendurskoðun
Háskólamenntun. Námsframboð og nemendafjöldi Ríkisendurskoðun
Viðbótarlaun Ríkisendurskoðun
Ísland og Ospar. Umhverfisendurskoðun Ríkisendurskoðun
Lyfjakostnaður Ríkisendurskoðun
Launaþróun starfsmanna nokkurra heilbrigðisstofnana 2000–2002 Heilbrigðisráðuneytið
Dvalarheimilið Höfði, Akranesi Dvalarheimilið Höfði
Rekstur og fjárhagsstaða árin 2000–2002 Heilbrigðisráðuneyti
2002
Útboð á fjörðungshlut ríkisins í Landsbanka Íslands hf. Forsætisráðuneytið
„Fyrsti viðkomustaður í heilbrigðiskerfinu“. Stjórnsýsluúttekt á rekstri Heilsugæslunnar í Reykjavík Ríkisendurskoðun
Samningur Tryggingarstofnar vegna sérfræðilækna 1998–2001 Ríkisendurskoðun
Sólheimar í Grímsnesi Ríkisendurskoðun
Sjúkraþjálfun. Stjórnsýsluendurskoðun á sjúkratryggingarsviði TR Ríkisendurskoðun
Nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkisins árið 2000 Ríkisendurskoðun
Framkvæmd búvörulaga. Samningur um framleiðslu sauðfjárafurða 1995–2000 Landbúnaðaráðuneyti
2003
Einkavæðing helstu ríkisfyrirtækja árin 1998–2003 Þingflokkur VG
Sameining sjúkrahúsanna í Reykjavík. Mat á árangri Stjórnarnefnd LSH
Grunnskólakennarar. Fjöldi og menntun Ríkisendurskoðun
Veðurstofa Íslands. Stjórnsýsluendurskoðun Ríkisendurskoðun
Náðist árangur. Úttekt á árangursstjórnun í ríkisrekstri Ríkisendurskoðun
Flugmálastjórn Íslands. Stjórnsýsluendurskoðun Samgöngunefnd Alþingis og samgönguráðuneyti
Sólheimar í Grímsnesi 1996–1999 Ríkisendurskoðun
Tölvukerfi sýslumannsembætta. Úttekt á upplýsingakerfum Ríkisendurskoðun
Kennitölur um umsvif og árangur. Stefnumiðað árangursmat í ríkisrekstri Ríkisendurskoðun




Fylgiskjal.



Úttektir á ríkisstofnunum.


Stofnun/embætti Úttekt Úttektaraðili Kostnaður
Forsætisráðuneyti
2002
Þjóðhagstofnun Tilfærsla verkefna Þjóðhagsstofnunar Samstarfshópur skipaður af forsætisráðherra Ekki sérgreindur
Forsætisráðuneyti – íslenska upplýsingasamfélagið Framgangur verkefnisins PWC Consulting 3.217.030
2004
Stofnanir á sviði matvælarannsókna Samþætting eða sameining á matvælarannsóknum Starfshópur skipaður af forsætisráðherra 150.000
Dóms- og kirkjumálaráðuneyti
2000
Sýslumaðurinn á Patreksfirði Stjórnunar og fjárhagsleg Ráðuneytið ásamt starfsmönnum ríkislögreglustjóra Ótilgreindur
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Stjórnunar Ríkislögreglustjóri Ótilgreindur
Útlendingastofnun Stjórnunar og fjárhagsleg Dóms- og kirkjumálaráðuneytið Ótilgreindur
Sýslumannsembættin í Borgarnesi, Búðardal, Vík og Keflavík, á Stykkishólmi, Sauðárkróki, Höfn, Hvolsvelli og Selfossi Hagkvæmnisúttekt Ríkislögreglustjóri Ótilgreindur
2001
Sýslumaðurinn á Höfn í Hornafirði Stjórnunar og fjárhagsleg Ráðuneytið ásamt starfsmönnum ríkislögreglustjóra Ótilgreindur
Sýslumaðurinn á Patreksfirði Athugun Ríkislögreglustjóri Ótilgreindur
Landhelgisgæslan Stjórnunar og fjárhagsleg Nefnd Ótilgreindur
2002
Sýslumaðurinn á Höfn í Hornafirði Fjárhagsleg Ríkislögreglustjóri Ótilgreindur
Sýslumaðurinn á Höfn í Hornafirði Stjórnunar og fjárhagsleg IBM Consulting ehf. 604.247
2003
Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Athugun Ríkislögreglustjóri Ótilgreindur
Sýslumaðurinn í Borgarnesi Stjórnunar og fjárhagsleg Stjórnunarráðgjöf ehf. 484.750
Héraðsdómstólar Fjárhagsleg Jón Magnússon 323.700
2004
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Stjórnunar og fjárhagsleg Ríkislögreglustjóri Ótilgreindur
Landhelgisgæslan Stjórnunar og fjárhagsleg Starfshópur skipaður af dómsmálaráðherra 1.915.772
Félagsmálaráðuneyti
2004
Svæðisskrifstofa fatlaðra í Reykjavík Rekstur og starfsemi Vinnuhópur skipaður af félagsmálaráðherra 2.000.000
Fjármálaráðuneyti
2003
Ríkisskattstjóri Rekstrarkostnaður og greining verkefna IMG Deloitte 1.705.650
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti
2000
Landlæknisembættið PricewatherhouseCoopers 1.984.000
Heyrnar- og talmeinastöð Ráðgarður hf. 124.000
2001
Landlæknisembættið PricewatherhouseCoopers 3.269.000
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Guðlaug Björnsdóttir viðskiptafræðingur 669.000
2002
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Guðlaug Björnsdóttir viðskiptafræðingur 603.000
2004
Sólvangur, Hafnarfirði Pétur Jónsson viðskiptafræðingur 1.361.000
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
2001
Orkustofnun Skipulag yfirfarið Nefnd skipuð af iðnaðarráðherra 55.000
2003
Löggildingarstofa Ágúst Þór Jónsson verkfræðingur og Tryggvi Axelsson forstjóri 715.000
2004
Iðntæknistofnun Íslands og Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins Framtíðarfyrirkomulag tæknirannsókna Starfshópur skipaður af iðnaðar- og viðskiptaráðherra Enginn kostnaður
Landbúnaðarráðuneyti
2000
Skógrækt ríkisins Rekstur Ólafur Friðriksson, landbúnaðarráðueyti, og Jón Magnússon, fjármálaráðuneyti Enginn beinn kostnaður
2002
Hólaskóli Skil á virðisaukaskatti og almenn fjárhagsmálefni Ingimar Jóhannsson, landbúnaðarráðuneyti, Jón Magnússon, fjármálaráðuneyti, og Skúli Skúlason, Hólaskóla Enginn beinn kostnaður
Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri Breytt skipulag PricewaterhouseCoopers 1.367.000
2003
Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri Rekstrarumhverfi Jón Magnússon, fjármálaráðuneyti, Ingimar Jóhannson og Hákon Sigurgrímsson, landbúnaðarráðuneyti, og Magnús B. Jónsson, rektor LBH Enginn beinn kostnaður
Menntamálaráðuneyti
2000
Stofnun Sigurðar Norðdals Úttekt á íslenskukennslu Guðmundur Hálfdánarson, prófessor við HÍ, og Þorleifur Hauksson 473.376
Menntaskólinn á Ísafirði Mat á starfsemi Stefanía Anrórsdóttir verkefnisstjóri og Steinunn Helga Lárusdóttir, lektor við KHÍ 655.000
2001
Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri Úttekt á hjúkrunarfræðimenntun Hópur innlenndra og erlendra sérfræðinga, formaður Carolyn F. Waltz, deildarforseti 1.660.000
2002
Fjölbrautaskóli Suðurlands Úttekt á skólanum Stefnía Arnórsdóttir verkefnisstjóri og Haraldur Á. Hjaltason, H2H Ráðgjöf ehf. 622.000
Framhaldsskólar Úttektir á sjálfsmatsaðferðum framhaldsskóla Háskólinn á Akureyri og KPMG Ráðgjöf ehf. 3.895.670
2003
Háskólinn í Reykjavík Úttekt á rekstri og stjórnun KPMG Ráðgjöf ehf. 1.850.000
Viðskiptaháskólinn á Bifröst Úttekt á rekstri og stjórnun IMG Deloitte 2.000.000
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Mat á UT-braut skólans Salvör Gissurardóttir, lektor við KHÍ, og Lovísa Kristjánsdóttir, MH 500.000
Framhaldsskólar Mat á forvarnarstarfi í framhaldsskólum Ingibjörg Þórhallsdóttir, Liðsinni 406.585
Fjölbrautaskólinn við Ármúla Úttekt á fjarkennslu við skólann 2001–2003 Unnar Hermannsson, KPMG Ráðgjöf ehf., og Ásrún Matthíasdóttir, dósent við KHÍ 579.800
Verkmenntaskólinn á Akureyri Úttekt á fjarkennslu við skólann 2001–2003 Unnar Hermannsson, KPMG Ráðgjöf ehf., og Ásrún Matthíasdóttir, dósent við KHÍ 581.122
Snyrtiskóli Íslands Úttekt fyrir menntamálaráðuneytið Deloitte&Touche 897.533
Framhaldsskólar Úttektir á sjálfsmatsaðferðum framhaldsskóla KPMG Ráðgjöf ehf. 400.000
Framhaldsskólar Rekstur framhaldsskóla 2002 – Sérúttekt á sjö skólum Starfshópur skipaður fulltrúum menntamálarneytis og fjármálaráðuneytis Ekki sérgreindur
2004
Háskóli Íslands Úttekt á Lagadeild HÍ Hópur innlenndra og erlendra sérfræðinga, formaður Bjarni Benediktsson hdl. 2.823.480
Háskóli Íslands Úttekt á rannsóknum við HÍ Ekki tilgreindur
Samgönguráðuneyti
2003
Vegagerðin Úttekt á starfsemi í tengslum við skipulagsbreytingar IBM Business Consulting Services Ekki unnt að greina sérstaklega
2004
Umferðarstofa Dómbær samkvæmt samningi við Persónuvernd 642.420
Umhverfisráðuneyti
2001
Hollustuvernd ríkisins Stjórnsýsluúttekt TGT Stofan 2.057.268
2002
Náttúrurfræðistofnun Íslands Skýrsla um húsnæðismál og starfsemi NÍ VA Arkitektar og Framkvæmdasýslan 1.907.486
Utanríkisráðuneyti
2003
Þróunarsamvinnustofnun Íslands Um þróunarsamvinnu Íslands Hermann Ingólfsson og Jónas H. Haralz 1.300.000