Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 501. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 763  —  501. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um Ábyrgðasjóð launa.

Frá Hjördísi Þóru Sigurþórsdóttur.



     1.      Hver er afstaða ráðherra til þeirrar ákvörðunar stjórnar Ábyrgðasjóðs launa að ábyrgjast ekki desember- og orlofsuppbætur nema fyrir síðustu þrjá mánuði fyrir gjaldþrot fyrirtækis?
     2.      Telur ráðherra eðlilegt að sjóðurinn ábyrgist ekki iðgjöld í félags-, sjúkra-, orlofs- og starfsmenntasjóði stéttarfélaga líkt og önnur launatengd gjöld? Hyggst ráðherra beita sér fyrir breytingum á því fyrirkomulagi?


Skriflegt svar óskast.