Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 514. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 783  —  514. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um uppsagnir hjá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.



     1.      Hve mikið hefur starfsmönnum slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli fækkað, sundurliðað eftir deildum, frá því sem mest var þegar nýlega boðaðar uppsagnir verða að fullu komnar til framkvæmda?
     2.      Hvaða áhrif hefur fækkun starfsmanna haft eða kemur til með að hafa á starfsemi flugþjónustudeildar og þjónustustig við brautir vallarins?
     3.      Hvaða áhrif hefur fækkun starfsmanna haft eða kemur til með að hafa á öryggisstaðla og viðbragðsgetu slökkviliðsins og styrk varaslökkviliðs?
     4.      Hvernig er ætlunin að tryggja þjálfun og réttindi starfsmanna hvað varðar slökkviliðsstörf, sjúkraflutninga og hópslysaréttindi, meðferð sprengiefna o.s.frv., komi til útboða á einhverjum slíkum verkefnum?