Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 578. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 987  —  578. mál.




Svar



utanríkisráðherra við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur um framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu miklu fé hefur verið varið til eftirtalinna framkvæmda á Keflavíkurflugvelli árlega sl. tíu ár, hverjir greiddu kostnaðinn og hversu mikinn hluta hans greiddi íslenska ríkið:
     a.      nýbygginga,
     b.      viðhalds mannvirkja, þ.m.t. flugbrauta,
     c.      snjómoksturs?


    Í meðfylgjandi töflum kemur fram kostnaður ríkisins annars vegar og kostnaður varnarliðsins hins vegar við framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. Kostnaðartölur ríkisins eru byggðar á upplýsingum frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli um það fé sem þessir aðilar hafa varið í framkvæmdir á flugvellinum sl. tíu ár. Í gögnunum er tilgreint hversu miklu fé hefur verið varið í fjárfestingar, viðhald og snjómokstur.
    Í kostnaðartölum varnarliðsins er um að ræða heildarkostnað á öllu varnarsvæðinu, bæði kostnað sem Bandaríkin hafa greitt og kostnað sem greiddur hefur verið úr sjóðum Atlantshafsbandalagsins.
    Þá hafa einkafyrirtæki eins og FL Group ásamt dótturfyrirtækjum, Suðurflugi hf. og Flugflutningum ehf., varið þó nokkru fé í framkvæmdir við Keflavíkurflugvöll sl. tíu ár.

Kostnaður varnarliðisins við framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli.1

Fjárhagsár Snjór og ís, hreinsun Fjárfestingar Viðhald (m.a. flugbrautir)2 Heildarkostnaður
á fjárhagsári
1994–1995 77.267 14.946 508.331 600.544
1995–1996 85.752 18.156 512.207 616.115
1996–1997 80.221 20.022 469.029 569.272
1997–1998 101.296 31.509 478.732 611.537
1998–1999 111.301 38.647 573.791 723.739
1999–2000 114.872 36.521 967.936 1.119.329
2000–2001 135.282 118.760 2.753.570 3.007.612
2001–2002 146.103 110.515 2.145.301 2.401.919
2002–2003 140.348 139.130 1.900.540 2.180.018
2003–2004 91.364 48.353 749.311 889.028
Samtals 1.083.807 576.559 11.058.748 12.719.113
1    Allar tölur eru í þúsundum króna. Gengi miðast við gengi Bandaríkjadals í byrjun janúar hvers árs. Fjárhagsár varnarliðsins er frá byrjun október til loka september. Tölurnar eru samanlögð framlög Bandaríkjahers og Atlantshafsbandalagsins.
2    2001–2003 voru bæði suður/norður- og austur/vestur-brautirnar endurnýjaðar, þ.e. fræstar og endurmalbikaðar og flugbrautarljós endurnýjuð.

Fjárfestingar og viðhald Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar
og Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli.



1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004
Flugstöð Leifs Eiríkssonar
    Fjárfestingar 3.876 15.342 92.704 155.745 611.293 1.956.200 1.372.152 397.117 218.219 2.135.637
    Viðhald 40.579 46.124 49.398 78.046 97.316 68.961 119.196 87.054 106.651 86.062
Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli
    Fjárfestingar 35.500 23.100 30.000 24.600 205.200 16.100
    Viðhald 600 4.200 3.400 4.900 2.500 1.900
    Snjóruðningur 5.900 5.500 6.100 6.000 1.800 4.600 5.100 6.000 9.200 8.700
    Samtals 50.354 66.965 148.202 239.791 746.509 2.057.061 1.529.849 519.671 541.770 2.248.399
Allar tölur eru í þús. kr.
Árin 1999, 2000 og 2001 var unnið að framkvæmdum við suðurbyggingu.
Árið 2004 voru fjárfestingar vegna flughlaða og stækkunar og breytingar á norðurbyggingu.
Árin 1995–1998 voru Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Flugmálastjórn reknar sem heild.