Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 490. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1089  —  490. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um skattgreiðslur fjármálafyrirtækja.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hverjir voru álagðir skattar (tekjuskattur og eignarskattur) banka á árunum 2003 og 2004? Hver var hagnaður, skattskyldar tekjur, yfirfæranlegt tap í árslok og úthlutaður arður vegna sömu tekjuára (2002 og 2003)?
     2.      Hverjar eru með sama hætti umbeðnar upplýsingar fyrir önnur fjármálafyrirtæki svo sem sparisjóði, verðbréfafyrirtæki, tryggingafélög og önnur fyrirtæki sem veita fjármálaþjónustu, flokkað eftir tegund þjónustunnar?
     3.      Hvað leiddi yfirfæranlegt tap til mikillar lækkunar á skattstofni framangreindra fyrirtækja og hverjar hefðu skattgreiðslurnar orðið án þessarar lækkunar á tekjuskattsstofni?
    Framangreindar upplýsingar óskast aðgreindar í hverjum flokki eftir því hvort viðkomandi félög sýndu rekstrarlegan hagnað árunum 2002 og 2003 eða ekki.


    Eftirfarandi upplýsingar sýna skattstofna og álögð gjöld lögaðila sem skráðir eru hjá fyrirtækjaskrá sem fjármálaþjónusta, vátryggingastarfsemi eða lífeyrissjóðir samkvæmt atvinnugreinaflokkun Hagstofu Íslands, Ísat-95.
    Svar við 1. lið fyrirspurnarinnar kemur fram í eftirfarandi töflu.

Peningastofnanir og fjármálaþjónusta (rekstur banka og sparisjóða,
fjárfestingarlánasjóðir, verðbréfasjóðir og önnur ótalin fjármálaþjónusta).

Álagður tekjuskattur Skattskyldar tekjur
2003 1.221 millj. kr. 2003 12.171 millj. kr.
2004 1.598 millj. kr. 2004 8.729 millj. kr.
Álagðir eignarskattar Yfirfæranlegt tap í árslok
2003 124 millj. kr. 2002 11.544 millj. kr.
2004 155 millj. kr. 2003 12.746 millj. kr.
Hagnaður fyrir yfirfæranlegt tap Úthlutaður arður
2003 19.720 millj. kr. 2003 1.580 millj. kr.
2004 11.915 millj. kr. 2004 3.439 millj. kr.







Prentað upp.

    Svar við 2. lið fyrirspurnarinnar kemur fram í eftirfarandi töflum.

Starfsemi vátryggingafélaga og lífeyrissjóða.

Álagður tekjuskattur Skattskyldar tekjur
2003 88 millj. kr. 2003 488 millj. kr.
2004 385 millj. kr. 2004 2.140 millj. kr.
Álagður eignarskattur Yfirfæranlegt tap í árslok
2003 16 millj. kr. 2002 643 millj. kr.
2004 21 millj. kr. 2003 563 millj. kr.
Hagnaður fyrir yfirfæranlegt tap Úthlutaður arður
2003 705 millj. kr. 2003 191 millj. kr.
2004 2.295. millj. kr. 2004 328 millj. kr.

Starfsemi tengd fjármálaþjónustu (verðbréfamiðlun,
starfsemi tengd vátryggingafélögum og lífeyrissjóðum, kauphallarstarfsemi
og önnur ótalin starfsemi tengd fjármálaþjónustu).

Álagður tekjuskattur Skattskyldar tekjur
2003 60 millj. kr. 2003 328 millj. kr.
2004 95 millj. kr. 2004 514 millj. kr.
Álagðir eignarskattar Yfirfæranlegt tap í árslok
2003 2 millj. kr. 2002 535 millj. kr.
2004 9 millj. kr. 2003 588 millj. kr.
Hagnaður fyrir yfirfæranlegt tap Úthlutaður arður
2003 571 millj. kr. 2003 54 millj. kr.
2004 756 millj. kr. 2004 107 millj. kr.


    Svar við 3. lið fyrirspurnarinnar kemur fram í eftirfarandi töflum.

Peningastofnanir, fjármálaþjónusta.


Lækkun á skattstofni vegna yfirfæranlegs taps Áætluð skattaleg áhrif tapsins
2003 -7.549 millj. kr. 2003 -1.378 millj. kr.
2004 -3.185 millj. kr. 2004 -583 millj. kr.

Starfsemi vátryggingafélaga og lífeyrissjóða.


Lækkun á skattstofni vegna yfirfæranlegs taps Áætluð skattaleg áhrif tapsins
2003 -217 millj. kr. 2003 -39 millj. kr.
2004 -154 millj. kr. 2004 -28 millj. kr.

Starfsemi tengd fjármálaþjónustu.


Lækkun á skattstofni vegna yfirfæranlegs taps Áætluð skattaleg áhrif tapsins
2003 -243 millj. kr. 2003 -44 millj. kr.
2004 -242 millj. kr. 2004 -45 millj. kr.