Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 785. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1163  —  785. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um greiðslur úr Lífeyrissjóði sjómanna.

Frá Guðjóni A. Kristjánssyni.



     1.      Hve margir sjóðfélagar fá nú greitt úr Lífeyrissjóði sjómanna?
     2.      Hve margir sjóðfélagar greiða í sjóðinn?
     3.      Hve margir sjóðfélagar, sundurliðað eftir kyni, fá nú mánaðarlega greiddar: 0–10 þús. kr., 11–20 þús. kr., 21–30 þús. kr., 31–40 þús. kr., 41–50 þús. kr., meira en 50 þús. kr.?
     4.      Hve margir sjóðfélagar fá nú greiddar örorkubætur, sundurliðað eftir kyni, mánaðarlega á bilinu: 0–10 þús. kr., 11–20 þús. kr., 21–30 þús. kr., 31–40 þús., kr. 41–50 þús. kr., meira en 50 þús. kr.?
     5.      Hversu margir sjóðfélagar fá nú greitt samkvæmt 60 ára reglu?
     6.      Eru réttindi sjóðfélaga sambærileg við réttindi hjá hliðstæðum sjóðum?
    Svar óskast miðað við lögin eins og þau voru áður en þeim var breytt nú nýverið, þ.e. meðan sérlög giltu um Lífeyrissjóð sjómanna.


Skriflegt svar óskast.