Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 703. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1170  —  703. mál.




Svar



samgönguráðherra við fyrirspurn Önnu Kristínar Gunnarsdóttur um tilfærslur á fjárveitingum til framkvæmda Vegagerðarinnar.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hve mikið fé á fjárlagalið 10-212-6.10 Framkvæmdir, áður 10-211-6.10 Nýframkvæmdir, hefur árlega verið flutt á milli ára sl. sex ár?

    Fjárlagaliðirnir 10-212 -6.10 og 10-211-6.10 eru ekki alveg sambærilegir þar eð fleiri liðir eru meðtaldir í þeim fyrrnefnda.
    Eftirfarandi tölur miðast við skiptinguna eins og hún var fyrir 2004, þ.e. þær ná til stofn- og tengivega, brúa og ferðamannaleiða.
    Færslur á milli ára hafa verið þessar, í þús. kr.:
1998 -483.019
1999 76.865
2000 496.439
2001 556.106
2002 1.469.309
2003 3.229.576
2004 1.960.200
    Síðasta talan er bráðabirgðatala þar eð endanlegt uppgjör liggur enn ekki fyrir.