Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 413. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1270  —  413. mál.




Nefndarálit



um frv. til vatnalaga.

Frá minni hluta iðnaðarnefndar.



    Með frumvarpinu er gerð tillaga um ný vatnalög sem ætlað er að hluta að leysa af hólmi núgildandi vatnalög frá árinu 1923. Gildandi vatnalög, nr. 15/1923, sem voru í raun heildarlög um vatnsréttindi eru afar merkileg og hafa staðist tímans tönn furðu vel. Það er hins vegar ljóst að margs konar breytingar á lagaumhverfi og stjórnsýslu kalla á endurskoðun þeirra í náinni framtíð. Þó kom mjög skýrt fram á fundum nefndarinnar með umsagnaraðilum og sérfræðingum að ekki væru uppi sérstök vandamál sem gerðu það að verkum að ljúka þyrfti endurskoðun laganna á þessu þingi. Þvert á móti töldu margir sem á fund nefndarinnar komu að best væri að fara sér hægt í málinu og vanda þeim mun betur til verka. Rétt er að minna á að það tók Alþingi sex ár á sínum tíma að fjalla um lagabálkinn sem upphaflega var 155 greinar.
    Sjá má af framlögðum gögnum og greinargerð með þessu máli að frumvarpinu ásamt frumvarpi til laga um rannsóknir og nýtingu á jarðrænum auðlindum (374. mál), sem einnig liggur fyrir iðnaðarnefnd Alþingis, er ætlað að koma í stað vatnalaga. Einnig er greint frá því í gögnum málsins að í umhverfisráðuneytinu hafi verið gerð drög að frumvarpi til laga um vatnsvernd. Því frumvarpi er ætlað að koma til móts við tilskipun Evrópusambandsins um þetta efni og mun efni þess augljóslega koma í stað mikilvægra ákvæða vatnalaga frá 1923. Þá er einnig rétt að geta þess að ýmis lög, t.d. á sviði umhverfisréttar, taka nú til mengunar vatna og einnig hafa verið sett sérlög, m.a. um vatnsveitur sveitarfélaga. Þróun lagasetningar á þessu sviði er því augljós. Þau mörgu og víðtæku ákvæði um vatn og rétt almennings og einstaklinga til að nýta það, sem fram að þessu hafa flest verið í hinum mikla lagabálki frá 1923, verða í nokkrum lagabálkum. Alþingi er sá mikli vandi á höndum að sjá til þess að þessi þróun geti orðið án þess að vandræði skapist. Það verður best tryggt með því að heildarendurskoðun vatnalaga fari saman við setningu allra þeirra laga sem eiga að taka við hlutverki þeirra. Um þetta ættu ekki að þurfa að vera deilur. En ríkisstjórnarflokkarnir ætla sér ekki að standa þannig að málum. Alþingi er nú ætlað að ljúka umfjöllun um vatnalagafrumvarpið eitt og sér og fella vatnalögin úr gildi með samþykkt þess. Sú umfjöllun er þar með slitin úr tengslum við aðra lagasetningu sem afnám vatnalaga frá 1923 kallar á. Þar er fyrst að nefna frumvarp til laga um rannsóknir og nýtingu á jarðrænum auðlindum sem nú er ljóst að verður frestað. Stjórnarliðar í iðnaðarnefnd lögðu aftur á móti til lítils háttar breytingu á lögum nr. 57/1998, um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Þær fela m.a. í sér að sett verði á laggirnar nefnd sem geri tillögur um hvernig skuli velja þá sem fá að nýta jarðrænar auðlindir og stefnt að því að nýtt frumvarp til laga um rannsóknir og nýtingu á jarðrænum auðlindum feli í sér slíkar tillögur en þær voru ekki í því frumvarpi sem fyrir liggur.
    Þessu ber að fagna en það er óneitanlega undarlegt að menn skuli sjá þessa galla og fallast á að bæta úr þeim en átti sig ekki á sama tíma á heildarsamhengi þeirra mála sem hér um ræðir. Auðvitað liggur í augum uppi að frumvarp til vatnalaga ætti að bíða þess að hægt verði að ljúka umfjöllun frumvarps til laga um rannsóknir og nýtingu á jarðrænum auðlindum og boðaðs frumvarps til laga um vatnsvernd.
    Minni hlutinn telur að Alþingi eigi að taka sér nauðsynlegan tíma til að skoða hvaða breytingar er skynsamlegt að gera og að breytingarnar þurfi að fylgjast að. Þegar fyrirætlanir ríkisstjórnarmeirihlutans um að fella hinn mikla bálk vatnalaga úr gildi verða að veruleika verður að vera öruggt að önnur lög hafi tekið við hlutverki hans.
    Þau vinnubrögð sem hér er ætlunin að viðhafa eru þess vegna fráleit að mati minni hlutans, þ.e. afnám vatnalaga og setning nýrra laga sem þó koma ekki að fullu í þeirra stað. Þessum sjónarmiðum hefur minni hlutinn komið á framfæri í nefndarstarfinu en meiri hlutinn hefur ekki viljað taka tillit til þeirra og ákvað að taka málið til afgreiðslu án þess að það fengi nauðsynlega umfjöllun. Það er í raun nóg að benda á viðamiklar umsagnir og tillögur um breytingar á lagatextanum frá ýmsum umsagnaraðilum til að sanna að hér er illa að málum staðið. Undirstofnanir umhverfisráðuneytisins, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun, hafa fjölmargt við málið að athuga og leggjast gegn því. Þetta er sérstaklega athyglisvert og sannar með öðru sem hér hefur verið á bent að málið hefur ekki hlotið næga umfjöllun í stjórnkerfinu. Í frumvarpinu eru vatnsréttindi skilgreind með neikvæðum hætti, þ.e. með almennri skilgreiningu, í stað þess að talin séu upp öll réttindi fasteignareigenda eins og gert er í núgildandi vatnalögum en það kallast jákvæð skilgreining réttinda. Í þessu gæti falist meiri breyting en ætla mætti af skýringum með málinu.
     Í 1. gr. frumvarpsins segir. „Markmið laga þessara er skýrt eignarhald á vatni.“ Það verður að telja vafasamt orðaval ef hér á fyrst og fremst að vera um formbreytingu að ræða eins og segir í athugasemdum með frumvarpinu. Þar er einnig sagt að í þessari nýju skilgreiningu á vatnsréttindum felist í raun meginatriði frumvarpsins en þó er sérstaklega áréttað að hér sé „fyrst og fremst“ um formbreytingu að ræða. Meginatriði frumvarpsins er sem sagt formbreyting samkvæmt þeim skilningi sem fram kemur í athugasemdum með því. Í athugasemdum frá laganefnd Lögmannafélags Íslands er sérstaklega fjallað um þetta orðalag og sagt að það sé til þess fallið að vekja vafa um markmið breytinganna og að mun skýrara væri að segja afdráttarlaust að hér sé einungis um formbreytingu að ræða.
    Í sérstakri viðbótarumsögn Orkustofnunar sem nefndinni barst er tekið sérstaklega undir þessa athugasemd laganefndar Lögmannafélagsins.
    Meiri hluti nefndarinnar hefur þessar athugasemdir að engu. Það hlýtur að vekja tortryggni. Kalla verður eftir nánari útskýringum meiri hlutans á því hvers vegna hann heldur sig við fyrra orðalag.
    Samband íslenskra sveitarfélaga leggst gegn samþykkt frumvarpsins í núverandi mynd og nefnir fyrir því tvær aðalástæður. Hin fyrri snýr að skertum möguleikum sveitarfélaga til eignarnáms en til móts við þær athugasemdir hefur meiri hlutinn komið að hluta með breytingartillögu. Þó virðast ákvæði frumvarpsins skerða verulega rétt sveitarfélaga til að nálgast vatn í löndum annarra sveitarfélaga eða um þau. Fyrrnefnd breytingartillaga er reyndar eina breytingartillaga meiri hlutans og hlýtur að vekja sérstaka athygli að hann skuli ekki telja neitt annað í hinum fjölmörgu og ítarlegu umsögnum eiga erindi í lagatextann.
    Síðari ástæðan sem Samband íslenskra sveitarfélaga nefnir er að í ákvæði 1. tölul. 43. gr. frumvarpsins felist fortakslaus skylda sveitarfélaga til að leggja fráveitur og í umsögn Kópavogsbæjar kemur það sama fram. Ef þessi skilningur umsagnaraðila er réttur eru með þessu lagðar nýjar skyldur á herðar sveitarfélaga, t.d. í frístundabyggðum og á óskipulögðum svæðum.
    Ekki hefur verið komið til móts við þessar athugasemdir af hálfu meiri hlutans og hlýtur því að verða að gera þá kröfu að óvissu um þetta atriði verði eytt við afgreiðslu málsins. Sérstaka athygli vekur hið mikla hlutverk Orkustofnunar við framkvæmd og eftirlit sem spretta mun af þessari lagsmíð í ljósi þess að einungis tvær greinar frumvarpsins fjalla um orkunýtingu. Ýmsir sem komu á fund nefndarinnar gerðu athugasemdir við stjórnsýsluþátt frumvarpsins af þessum ástæðum.
    Það sem hér hefur verið tilgreint er einungis tekið sem dæmi um athugasemdir og tillögur um breytingar sem bárust frá umsagnaraðilum. Þeim verða gerð nánari skil við framhald umræðu um málið. Svo lítið hefur verið unnið að þessu máli í nefndinni að minni hlutinn telur sér ekki fært að flytja breytingartillögur við það nú og leggur því til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Alþingi, 2. maí 2005.



Jóhann Ársælsson,


frsm.


Einar Már Sigurðarson.


Sigurjón Þórðarson.




Fylgiskjal I.


Umsögn frá Umhverfisstofnun.
(21. mars 2005.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal II.


Umsögn frá Náttúrufræðistofnun Íslands.
(2. mars 2005.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal III.


Umsögn frá Landvernd.
(18. mars 2005.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal IV.


Umsögn frá Veiðimálastjóra.
(3. mars 2005.)


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal V.


Umsögn frá Landssambandi veiðifélaga.
(30. mars 2005.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal VI.

Umsögn frá Bændasamtökum Íslands.
(11. mars 2005.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal VII.


Umsögn frá Samtökum atvinnulífsins og Samtökum iðnaðarins.
(3. mars 2005.)


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal VIII.


Umsögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
(28. febrúar 2005.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal IX.


Umsögn frá Kópavogsbæ.
(22. febrúar 2005.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal X.


Umsögn frá Orkustofnun.
(2. mars 2005.)


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal XI.


Erindi frá Orkustofnun.
(22. apríl 2005.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.