Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 767. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1307  —  767. mál.




Svar



viðskiptaráðherra við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur um stærð verslunarhúsnæðis.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Liggja fyrir upplýsingar um heildarstærð verslunarhúsnæðis hér á landi og ef svo er, hve margir fermetrar eru á hvern mann?
     2.      Hvernig er þessu háttað í nálægum löndum?
     3.      Er meira fjárfest í verslunarhúsnæði hér á landi en í grannlöndunum?


    Ráðuneytið fór þess á leit við fjármálaráðuneytið að umbeðnum upplýsingum yrði komið til ráðuneytisins og leitaði fjármálaráðuneytið liðsinnis Fasteignamats ríkisins við öflun umræddra upplýsinga.
    Í svari fjármálaráðuneytisins til ráðuneytisins kemur fram að í Landskrá fasteigna sé ekki gerður greinarmunur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði eftir tegund húsnæðis. Hins vegar sé notkun húsnæðis (óháð tegund) skráð í ákveðna flokka, þar á meðal verslun. Í svarinu kemur fram að samkvæmt notkunarskráningu í Landskrá fasteigna sé verslunarhúsnæði á Íslandi samtals um 1.150.000 m 2 en það er um 4 m 2 á hvern Íslending.
    Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvernig þessu er háttað í nálægum löndum né hvort meira sé fjárfest í verslunarhúsnæði hér á landi en í grannlöndunum. Þar af leiðandi er ráðuneytinu því miður ekki unnt að veita svar við þeim spurningum.