Ríkisútvarpið hf.

Mánudaginn 23. janúar 2006, kl. 18:14:50 (3531)


132. löggjafarþing — 49. fundur,  23. jan. 2006.

Ríkisútvarpið hf.

401. mál
[18:14]
Hlusta

Hlynur Hallsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Má ég benda hv. þm. Hjálmari Árnasyni á að formaður menntamálanefndar, Sigurður Kári Kristjánsson, var einn flutningsmanna að tillögu á síðasta þingi um að selja Ríkisútvarpið. Það er auðvitað barnalegt að halda því fram að það séu ekki raddir innan Sjálfstæðisflokksins sem vilji selja stofnunina. Er það þá ekki bara tímaspursmál hvenær Framsóknarflokkurinn fellst á það líka?